Föstudagur 08.04.2011 - 17:55 - FB ummæli ()

Í gildrunni?

Furðulega margir virðast enn trúa því að ef við segjum „nei“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, þá munum við ekki þurfa að axla neinar byrðar vegna Icesave-reikninganna.

Jahérna.

Það er náttúrlega út í hött, fyrirgefið þó ég segi það.

Í fyrsta lagi gæti vel farið svo að við yrðum dæmd til að borga miklu meira en það sem við eigum nú að standa skil á samkvæmt samningnum.

Það er bara alveg raunhæfur möguleiki.

Og sá möguleiki mun ekki hverfa þótt við berjum okkur á brjóst og teljum okkur trú um að við séum í heilögu stríði við alheimskapítalismann og allir horfi til okkar með virðingu!

Það er, óttast ég, svolítil sjálfsblekking.

Í öðru lagi, jafnvel þótt svo færi að við yrðum alveg fríuð fyrir dómstólum, þá er ljóst að sú dómstólaleið mun taka langan tíma.

Mörg ár.

Allan þann tíma munum við hafa margvíslegan kostnað af Icesave.

Alveg örugglega mörgum sinnum það sem við þurfum að standa skil á ef við segjum nú „já“ og komum þessu út úr heiminum.

Þetta hélt ég að allir vissu.

Ef menn eru þrátt fyrir allt búnir að telja sér trú um að valið nú standi milli „já“ (sem þýði að við þurfum að borga fullt) og „nei“ (sem þýði að við þurfum ekki að borga neitt), þá hafa menn anað beint í gildru þeirra sem hafa pólitískan hag af því að við segjum „nei“.

Það þykir mér sorglegt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!