Laugardagur 09.04.2011 - 16:08 - FB ummæli ()

Horfið af brúninni

Maður heyrir við hverjar einustu alþingiskosningar að þær séu gríðarlega mikilvægar fyrir land og þjóð.

Oft hefur nú samt reynst skipta litlu hvernig fer í alþingiskosningum.

En þjóðaratkvæðagreiðslan nú skiptir mjög miklu máli, því er ekki að neita.

Því hvet ég alla til að drífa sig á kjörstað.

Ef mjög mjótt verður á munum, þá munu menn sjá eftir því að hafa ekki skundað á kjörstað.

Sjálfur fór ég áðan og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík.

Ég setti kross við „já“ af ég held að það hafi í för með sér mun öruggari framtíð.

Ég er orðinn svo þreyttur á því að samfélagið rambi misserum saman á barmi hengiflugs, og þjóðin rífist þar og skammist fram í rauðan dauðann, í stað þess að koma sér af brúninni.

Ég ber virðingu fyrir flestum nei-mönnum og veit að þeir vilja þjóð sinni vel.

Og ég skil prinsip þeirra.

En ég held að nú sé mikilvægara að koma samfélaginu í gang aftur, en halda í prinsipin.

Sér í lagi vegna þess að það er ekkert alveg öruggt að þau standist skoðun.

Eða réttarhöld.

Já, ég held það sé affarasælla að hverfa af brúninni og fara að vinna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!