Laugardagur 09.04.2011 - 22:42 - FB ummæli ()

Við getum farið!

Sjónaukinn Kepler, sem sendur var út í geim fyrir tveim árum, er nú heldur betur farinn að senda heim merkilegar fréttir.

Á skömmum tíma hefur Kepler fundið mörg hundruð plánetur af öllum stærðum og gerðum, sem ganga kringum tugi sólstjarna í nágrenni við sólkerfið okkar.

„Í nágrenni“ er vissulega afstætt hugtak, því um er að ræða vegalengd sem tæki mörg hundruð þúsund eða milljónir ára að komast með þeim tækjum sem við eigum nú á dögum.

Enda erum við líklega ekki beinlínis á leiðinni í heimsókn.

En þó … Kepler er nefnilega þegar búinn að finna 5 plánetur sem spennandi væri að heimsækja.

Þær eru allar á stærð við jörðina, og þær eru allar í passlegri fjarlægð frá sólstjörnu sinni til að þar er hvorki of kalt né of heitt.

Þar gæti t.d. sem hægast verið rennandi vatn á yfirborðinu.

En það er líklega frumskilyrði þess að það þróist líf eitthvað í líkingu við lífið á jörðinni.

5 plánetur.

Það er góð byrjun.

Við höfum þá eitthvað að stefna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!