Fimmtudagur 14.04.2011 - 22:02 - FB ummæli ()

Á dýravernd heima í stjórnarskrá?

Stjórnlagaráðið er komið af stað með alvöru umræður. Í fyrramálið hefja tveir af þremur undirbúningshópum samræður sínar um margvísleg þau mál sem við munum þurfa að taka afstöðu til.

Þar á meðal verður á morgun byrjað að fjalla um hin mikilvægu auðlindamál og mannréttindakaflann.

Ég hef verið að velta einu svolítið fyrir mér.

Nú er fyrirsjáanlegt að í hinni nýju stjórnarskrá verða ákvæði um að vernda náttúruna og umhverfið.

Það segir sig bara sjálft.

Ákvæði um slíkt eru í öllum nýrri stjórnarskrám.

Aftur á móti veit ég ekki til að ákvæði um dýravernd sé neins staðar að finna í stjórnarskrám.

Stjórnarskrár eru náttúrlega um mannanna verk.

Og ég skal lofa því hátíðlega að eyða ekki of miklum tíma frá því að reyna að setja okkur mönnunum almennilegar reglur, til að spekúlera í þessu!!

Það hljómar vissulega dálítið skringilega að fara að setja í sjálfa stjórnarskrána ákvæði um dýr.

Líklega nægir alveg að setja ákvæði um dýravernd í venjuleg lög.

Eða hvað? Ef sjálfsagt þykir að hafa í stjórnarskrám ákvæði um vernd náttúrunnar per se, er þá kannski alveg eins rétt að setja þar ákvæði um dýravernd?

Það væri gaman að heyra yfirvegað álit fólks á þessu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!