Mánudagur 02.05.2011 - 19:09 - FB ummæli ()

Hvað með þyrluna?

Þegar miklir atburðir gerast á maður líklega ekki að festast í einhverjum smáatriðum.

Og það er víst óhætt að segja að vígið á Usama bin Laden sé mikill atburður.

Því ætti maður líklega að sitja nú í þungum þönkum og spekúlera í því hvort og hvernig Usama verður nú píslarvottur fyrir herskáa íslamista, hvort og þá hvernig Barack Obama verður ósigrandi hetja í augum Ameríkumanna – og svoleiðis.

Eða kannski hugsa eitthvað um Pakistan.

Allt væri það vissulega vert.

En ég verð að viðurkenna að mér finnst þyrlan dularfyllst í þessu máli öllu.

Ameríkumenn eru búnir að vita um Usama lengi.

Þeir eru búnir að vera að skipuleggja leiðangurinn mánuðum saman.

Væntanlega hefur þeirra allra sérlegasta og flinkasta sérsveit verið notuð til vígsins.

Og áreiðanlega er búið að æfa þetta allt saman í þaula.

Ekkert má auðvitað fara úrskeiðis.

Svo leggur sérsveitin af stað í mikilvægasta hernaðarleiðangur Bandaríkjamanna í marga marga áratugi.

Og þyrlan sem leiðangurinn er á bilar.

Hún BILAR!

Í leiðangrinum til að ná Usama bin Laden.

Að vísu ekki fyrr en eftir að búið er að skjóta hann, en samt …

Ef ég væri þyrluvélvirki ameríska hersins mundi ég ekki bera mig neitt sérstaklega vel næstu dægrin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!