Þriðjudagur 05.07.2011 - 13:13 - FB ummæli ()

Eitt skref enn

Sumum kann að þykja það svolítið undarlegt uppátæki hjá Baldri Kristjánssyni að upplýsa í líkræðu um kynferðisbrot sem framið var gegn manneskjunni sem hann var að jarða.

En hafði verið framið fyrir 65 árum, og nánast engir vissu um.

Og nú hefur Baldur kært kynferðisbrotið til barnaverndaryfirvalda, því konan var á fermingaraldri þegar brotið var gegn henni.

Málið mun væntanlega ekki fá neina raunverulega umfjöllun þar, enda er víst ekki einu sinni vitað hver níðingurinn var.

Baldur segir frá þessu hér.

Já, þetta er svolítið skrýtið.

En mér finnst þetta gott hjá Baldri. Betra er seint en aldrei, og þessi óvenjulega líkræða er eitt lítið skref enn í þá átt að svæla barnaníðinga út úr myrkrinu sem þeir sveipa um glæpi sína.

Annað skref sjáum við í umræðunni um Landakotsskóla.

Í tilfelli þeirrar konu sem Baldur jarðsetti, þá kom upplýsingin of seint, en einhvern tíma mun barnaníðingum kannski skiljast að þó þeir telji sig eiga alls kostar við sín litlu fórnarlömb, og geti tryggt sér ævarandi þögn og meira myrkur með líkamsburðum sínum og ógnunum, þá mun sú stund koma að þögnin verður rofin.

Og þeir munu standa upplýstir sem þeir níðingar sem þeir eru.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!