Laugardagur 09.07.2011 - 16:15 - FB ummæli ()

Sorgleg grein

Ég var að lesa grein Þorsteins Pálssonar um stjórnmálaástandið.

Hún birtist í Fréttablaðinu og hér á Vísi.is.

Þetta er afar sorgleg grein.

Ekki í sjálfu sér vegna skoðana Þorsteins og framsetningar.

Ekkert að því.

Þorsteinn er skýr maður, og vísast hefur hann rétt fyrir sér að stórum hluta.

En það sem er sorglegt er sú stjórnmálasýn sem greinin lýsir.

Því ég óttast að hún kunni að vera í grundvallaratriðum rétt.

Hér átti sér stað efnahagshrun, djúp stjórnmálakreppa og maður hefði haldið að fótunum hefði þar með verið kippt undan þeirri óhæfu stjórnmálastétt sem kom landinu á kaldan klaka.

En nei … þarna er í rauninni bara lýst ósköp venjulegu ástandi.

Venjulegu valdastreði hinna venjulegu flokka.

Hvernig líður Sjálfstæðisflokknum? Með hverjum vill Samfylkingin vinna? Hvað er Framsóknarflokkurinn að hugsa? Eru Vinstri grænir einangraðir?

Eitthvað svoleiðis.

Þessi grein hefði – að breyttum fáeinum efnisatriðum – getað verið skrifuð nánast hvenær sem er.

Er allt við það sama? Hefur ekkert breyst?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!