Sunnudagur 10.07.2011 - 22:33 - FB ummæli ()

Fínt!

Ánægjulegt er að Össur Skarphéðinsson skuli hafa komið skörulega fram í heimsókn sinni í Palestínu.

Sjá hér.

Fáar eða engar þjóðir hafa á síðustu áratugum mátt þola aðra eins hörmung og niðurlægingu og þjóð Palestínu.

Sumir Palestínumenn hafa gegnum tíðina brugðist við með hryðjuverkum. Við hljótum að fordæma slíkt þegar það lendir á saklausu fólki, en hryðjuverk eru reyndar alltaf örþrifaráð þrautpíndra þjóða.

Og Palestínumenn sjálfir hafa sætt miklum hryðjuverkum af henni Ísraela og þarf ekki að fjölyrða um það.

Þeir eru minni máttar aðilinn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.

Það er fínt að við skulum taka málstað þeirra með afgerandi hætti, eins og mér sýnist Össur hafa gert.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!