Miðvikudagur 13.07.2011 - 10:16 - FB ummæli ()

Eiga ráðherrar að segja af sér þingmennsku?

B-nefnd stjórnlagaráðs er nú að kynna breytingar á fyrri tillögum sínum um Alþingi, ríkisstjórn og fleira.

Þar er eitt mál ennþá óútkljáð, enda hefur stjórnlagaráðinu gengið illa að koma sér upp afgerandi skoðun á þessu sviði.

Það snýst um setu ráðherra á þingi.

Nú er meirihluti ráðsins kominn að þeirri niðurstöðu að ráðherrar eigi ekki að sitja á Alþingi meðan þeir gegna starfi. Þetta mun vafalaust hafa þau áhrif að utanþingsráðherrum fjölgar, en eftir sem áður munu ýmsir þingmenn verða ráðherrar.

Þá kemur tvennt til greina.

Valkostir B-nefndar hljóða svo:

„1) Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og tekur varamaður þá sæti hans.

2) Sé alþingismaður skipaður ráðherra segir hann af sér þingmennsku og tekur varamaður þá sæti hans.“

Það væri fróðlegt að heyra ígrundaðar og málefnalegar skoðanir fólks á þessu.

Sem sagt – á þingmaður sem verður ráðherra að víkja af þingi tímabundið, eða segja alveg af sér?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!