Miðvikudagur 13.07.2011 - 17:27 - FB ummæli ()

Bætt stjórnarfar

Þá er síðasta reglulega ráðsfundi stjórnlagaráðs lokið. Við fórum í dag yfir síðustu útgáfu B-nefndar að tillögum um nýja stjórnskipan, en þær tillögur má nú sjá í áfangaskjalinu á stjornlagarad.is

Það er vissulega orðið fremur lítið svigrúm til breytinga samkvæmt ábendingum frá almenningi, en ég hvet samt fólk eindregið til að skoða tillögurnar og lýsa skoðunum sínum.

Tillögur B-nefndarinnar eru mikið þrekvirki að mínum dómi, og munu stórum bæta stjórnarfar í landinu, verði þær samþykktar sem ég ætla vona.

Í samkrulli við tillögur C-nefndar mun stjórnarfar í landinu taka stakkaskiptum.

Við þurfum bara að hafa hugrekki til að horfast í augu við og framkvæma breytingar.

Stundum er sagt að stjórnlagaráð hafi haft alltof skamman tíma til ráðstöfunar.

Auðvitað hefði alveg verið hægt að brúka lengri tíma, en sumir hafa þó bent á að við í stjórnlagaráðinu höfum í reynd fengið jafn langan tíma og þeir karlar sem sömdu bandarísku stjórnarskrána.

Hún hefur samt þó endast nokkuð vel.

Þó munu þeir víst hafa verið á fylleríi helming tímans! – sem vissulega er ekki raunin um okkur!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!