Miðvikudagur 20.07.2011 - 00:19 - FB ummæli ()

Rannsóknarnefnd!

Það verður að nota tækifærið núna til að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin til rannsóknar á ný.

Og það verður vel að merkja líka að rannsaka hvernig í ósköpunum það gat gerst að Hæstiréttur 1997 gat hafnað því að taka málið upp, þótt óréttlætið í hinu fyrra máli væri æpandi og organdi upp úr hverju einasta málsskjali.

Í Fréttablaðinu var sagt frá því í morgun að aðeins Hæstiréttur sjálfur gæti tekið mál formlega upp, og Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Sævars á sínum tíma sagði einhvers staðar að það myndi Hæstiréttur líklega aldrei gera.

Það er sjálfsagt rétt.

En sérstök rannsóknarnefnd gæti tekið málið til meðferðar.

Það væri í raun æskilegra en að pína Hæstarétt strax til að taka málið upp aftur.

Rannsóknarnefnd sem hefði frjálsar hendur til að rannsaka málið frá grunni væri bara fín lausn.

Út af fyrir sig má segja að niðurstaða slíkrar nefndar hefði ekkert lagagildi.

En þegar hún væri búin að skila niðurstöðu sinni – og ég er ekki í vafa um að niðurstaðan yrði sú að bæði hin upphaflega rannsókn og dómsniðurstaða, og höfnunin 1997, væru argasta óréttlæti – þá hlýtur Hæstiréttur að taka málið upp aftur.

Svo rannsóknarnefnd óháð Hæstarétti er bara hið besta mál!

En umfram allt – bara byrja!

Það er búið að dragast alltof lengi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!