Miðvikudagur 03.08.2011 - 10:57 - FB ummæli ()

Vesalings fíflin í stjórnlagaráði

Skemmtileg er grein Jóns Magnússonar lögfræðings um stjórnlagaráð, sú er hér birtist.

Skemmtileg er hún vegna þess hvað sýnir vel hrokann í valdastéttinni andspænis stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs.

Jón vill gefa í skyn að í stjórnlagaráði hafi setið tuttugu og fimm fífl sem hafi ekki gert sér neina grein fyrir starfsviði sínu eða verkefni.

En ég get fullvissað Jón Magnússon um að við sem sátum í stjórnlagaráði gerðum okkur allan tímann fulla grein fyrir því að valdastéttin, sem hann vill svo gjarnan tilheyra, gæti vel sett frumvarpið okkar oní skúffu og látið það rykfalla þar.

Ég vona bara að valdastéttinni verði ekki kápan úr því klæðinu.

Þótt ég eigi vissulega sjálfur hlut að máli, þá leyfi ég mér nefnilega að fullyrða að í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs er mjög margt sem horfir til mikilla bóta fyrir íslenskt samfélag, og íslenska þjóð.

Einmitt þess vegna þarf þjóðin sjálf að fá að ræða frumvarpið í þaula, taka afstöðu til þess og greiða um það atkvæði.

Þetta er frumvarp handa þjóðinni, ekki valdastéttinni.

Þess vegna á valdastéttin að láta það í friði.

En leyfa þjóðinni að ræða það og rannsaka og gera þá þær breytingar sem hún kann að vilja.

Valdastéttin mun hins vegar ekki sleppa klónum af því alveg baráttulaust.

Þess vegna eru skrifaðir svona skemmtilega hrokafullir pistlar um vesalings fíflin í stjórnlagaráði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!