Fimmtudagur 04.08.2011 - 11:40 - FB ummæli ()

Rófulaus köttur í Hafnarfirði

Undarlegur og dálítið óhugnanlegur atburður henti mig í gær.

Ég var að koma keyrandi frá Keflavík inn til Hafnarfjarðar og var nýfarinn framhjá álverinu þegar ég sá kött svona 80-100 metrum fyrir framan mig.

Hann var greinilega nýbúinn að skjótast yfir götuna, en þarna er 80 kílómetra hámarkshraði, og það var töluverð traffík.

Þetta var svartur köttur og þótt úr þessari fjarlægð væri, þá sá ég að fas hans var dálítið einkennilegt.

Ég kann ekki að lýsa því betur en svo að hann hafi skjögrað á harðahlaupum.

Hann var rófulaus og eins og alltaf þegar ég sé rófulausa ketti hugsaði ég: „Æ, skinnið …!

Svo skaust kötturinn í hvarf og ég keyrði á fáeinum sekúndum þessa tugi metra að staðnum þar sem kötturinn hafði skotist milli bíla yfir götuna.

Þá sá ég að á götunni lá einhver dökkur smáhlutur og um leið og ég sveigði framhjá honum sá ég mér til skelfingar að þarna var komin rófan á kettinum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!