Laugardagur 03.09.2011 - 16:14 - FB ummæli ()

Tveir Norðmenn

Norðmenn sóttu linnulítið í fótboltaleiknum í gærdag en í 87 mínútur hélt íslenska vörnin velli.

Þá slapp annar norski framherjinn í gegn og plataði íslenska markvörðinn, sem felldi hann og það var dæmd vítaspyrna.

Úr henni skoraði hinn norski framherjinn.

Nýlega hefur okkur opinberast sú sorglega staðreynd að í Noregi eru til fasísk öfl sem telja að „heimaræktaðir“ Norðmenn séu á einhvern hátt betri sort en hinir sem eiga einhverjar ættir að rekja spölkorn í burtu.

Í því ljósi er skemmtilegt að skoða hverjir þeir eru, þessir tveir framherjar Norðmanna, sem brutu loks hina þrjóskufullu íslensku vörn á bak aftur.

Sá sem fékk vítið heitir John Carew. Faðir er frá Afríkuríkinu Gambíu en móðir hans úr Guðbrandsdalnum.

Sá sem skoraði úr vítinu heitir svo Mohammed Abdellaou, kallaður Moa. Foreldrar hans eru múslimar frá Marokkó.

Til lukku með sigurinn, Norðmenn!

Hið vestræna fjölmenningarsamfélag er sem betur fer komið til að vera, þrátt fyrir að öfgamenn alls staðar hatist við það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!