Mánudagur 05.09.2011 - 17:19 - FB ummæli ()

Ekki gleyma: Ólafur Ragnar staðfesti fyrsta Icesave-samninginn

Axel Axelsson rifjar upp merkilegan hlut hér á bloggsíðu sinni.

Að Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti fyrir sitt leyti fyrsta Icesave-samninginn, og þann sem talinn hefur verið verstur.

Án þess að blikna eða blána.

Þótt hann tali nú eins og hann hafi frá upphafi verið stífur andstæðingur samninga um Icesave.

Axel skrifar:

„Ólafi hefur tekist að fá bæði almenning og fjölmiðla til að gleyma því að hann staðfesti fyrstu Icesavelögin, en þá voru það reyndar Bretar og Hollendingar sem höfnuðu þeim staðfestingar vegna fyrirvara sem Alþingi setti inn í lögin.  Það var því ekki fyrr en við Icesave 2 og eftir tugþúsunda áskoranir almennings sem Ólafur hafnaði því lagafrumvarpi staðfestingar …“

Og ekki má gleyma áramótaskaupinu fræga sem sýndi forseta fram á að hann yrði að gera eitthvað til að snúa við áliti þjóðarinnar á sér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!