Þriðjudagur 03.01.2012 - 11:41 - FB ummæli ()

Hvar eru dæmin?

Evrópusambandið, eigum við að tala um Evrópusambandið?

Menn segja að það skerði fullveldið að ganga í Evrópusambandið, og vafalítið er það rétt. Í staðinn fá menn að vísu aukin tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir um málefni sem sig snerta – en látum þá umræðu bíða.

Viðurkennum bara að innganga í Evrópusambandið skerði á sinn hátt fullveldi.

En þá langar mig að vita – getur einhver nefnt mér dæmi um að einhver þeirra tæplega 30 þjóða sem eru í Evrópusambandinu hafi talið sig bera skarðan hlut frá borði vegna þessarar skerðingar á fullveldi?

Hefur einhver tapað fjárhagslega, efnahagslega og peningalega á því að taka þátt í samstarfi Evrópusambandsins?

Hefur einhver sætt raunverulegri kúgun?

Pólitískri, félagslegri, menningarlegri?

Ég spyr, af því að ég þekki engin dæmi um þetta – en einhverjir einbeittir andstæðingar ESB hljóta að hafa þau á hraðbergi.

Hvar eru dæmin um hinn skarða hlut og þau illu kjör sem samstarf Evrópusambandsins hefur í för með sér fyrir einstaklinga og þjóðir?

Hvar eru dæmin um kúgun og yfirgang?

Og hvar eru dæmin um að Evrópusambandið hafi rænt auðlindum þjóða?

Ég er að biðja um raunveruleg málefnaleg svör og hvet til duglegrar umræðu um þetta – vitanlega undir merkjum hinnar fyllstu kurteisi!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!