Laugardagur 02.06.2012 - 14:45 - FB ummæli ()

Yfirlýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu

Alltaf hefur legið ljóst fyrir að aðildarsamningur að ESB verður borinn upp til þjóðaratkvæðis. Það hefur ekki hvarflað að nokkrum manni að gera annað.

Þó formlega verði sú atkvæðagreiðsla víst ekki bindandi, þá munu þingmenn að sjálfsögðu greiða atkvæði eins og þjóðin hefur boðið. (Þeir einu sem hafa lýst því yfir að þeir muni ekki hlíta þjóðaratkvæðagreiðslunni eru fáeinir andstæðingar ESB.)

Nú er einhverra hluta vegna farið að blanda forsetaembættinu í málið. Forsendur þess eru mjög einkennilegar, vægast sagt.

En til að afgreiða málið í eitt skipti fyrir öll út úr heiminum, þá ættu stjórnmálaleiðtogar að gefa ótvíræða yfirlýsingu um að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um ESB, og eftir henni verði farið.

Slík yfirlýsing gæti orðið til þess að kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar lendi ekki útí einhverri holtaþoku eða sýndarveruleika.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!