Fimmtudagur 07.06.2012 - 23:11 - FB ummæli ()

Sláturhús

Ég var á Austurvelli í dag að fylgjast með andófi gegn fundi sægreifanna.

Þá kom til mín reiður maður og sagði að ég skyldi ekki voga mér að þykjast hafa vit á þessu, ég hefði alltaf „verið á ríkinu“ og aldrei mígið í saltan sjó.

Reyndar eru þær fullyrðingar allar rangar, en látum það liggja milli hluta.

En af hverju stafar þessi voðalega krafa um að enginn megi hafa skoðun á skiptingu rentu af auðlindum þjóðarinnar nema hafa skvett úr skinnsokknum í saltvatn?

Má maður altso ekki hafa skoðun á matarverði nema hafa unnið í sláturhúsi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!