Föstudagur 08.06.2012 - 01:55 - FB ummæli ()

Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?

Eftir einhverja massífustu auglýsingaherferð í manna minnum og þrotlausan hræðsluáróður stefna sægreifarnir 70 skipum til Reykjavíkur til að sýna styrk sinn með fjöldafundi á Austurvelli.

Rútuferðir í boði úr nágrannabyggðunum – og meira að segja ókeypis bjór að því er virðist.

(Hvílík misþyrming á heilögum rétti fólks til að mótmæla! Hvílík ömurleg lágkúra!)

En eftir allt þetta, þá mæta 1.500-2.000 manns á fjöldafundinn.

Og þriðjungur eða þar um bil er alls ekki kominn til að lýsa stuðningi við málstað sægreifanna, heldur þvert á móti.

Hvílíkt PR-klúður!

Hvílíkt allsherjar ótrúlegt fáránlegt klúður!

Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?

Jú, það vill svo til að ég get útskýrt það fyrir sægreifunum.

Spurningin er nefnilega ekki um lymskulegt PR, óeðlilegan þrýsting á starfsfólk sitt, auglýsingar eða ókeypis bjór.

Spurningin er um sannfæringu þjóðarinnar.

Og aðgang að dýrmætustu auðlind hennar.

Sameiginlegri auðlind.

Þjóðareign.

Og þjóðin hefur einfaldlega ekki þá sannfæringu að sú auðlind eigi að vera í raunverulegri eigu sægreifanna.

Ekkert PR getur breytt yfir það.

Sama hvað það kostar.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!