Þriðjudagur 06.11.2012 - 19:53 - FB ummæli ()

Gamla góða Villa líður illa

Heimilisfólkið á Eir hefur unnið langa ævi og á skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld, eins og það hét einu sinni.

En nú er hörmulega komið fyrir þessu góða fólki, og útlit fyrir að það glati stórfé, jafnvel stórum hluta af ævistarfi sínu.

Yfir því ævistarfi átti að vaka Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. „Gamli góði Villi,“ eins og hann kýs sjálfur að kalla sig. Hann var á góðum launum hjá Eir, fyrst sem framkvæmdastjóri og svo stjórnarformaður.

Nú kemur hann fram í fjölmiðlum og kennir endurskoðendum um hvernig komið er!!

Og barmar sér yfir því hvað HONUM líði illa yfir þessu. Sjá hér.

HONUM.

En hann segist þó ekki ætla að víkja. Nei, auðvitað ekki, aldrei víkja!

En fyrirgefiði, ræður hann því sjálfur?

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!