Mánudagur 05.11.2012 - 19:36 - FB ummæli ()

Einhver gæti farið að koma í heimsókn

Hérna er skemmtileg reiknivél fyrir þá sem hafa áhuga á að vita hversu sennilegt er að líf sé á öðrum hnöttum.

Og ekki bara einhvers konar líf, heldur „viti borið líf“ þar sem þróast menning sem getur sent frá sér merki um alla Vetrarbrautina.

Ef maður velur alltaf lægstu töluna í sérhverri breytu er útkoman sú að í Vetrarbrautinni okkar sé engin önnur menning af því tagi, en hins vegar 15.000 í öllum alheiminum.

Með því að stilla víðast hvar inn miðlungstölur og þó heldur hneigjast til varkárni en ofdirfsku, þá fékk ég hins vegar út þá niðurstöðu að í öllum alheiminum væru líklega 450 þúsund milljarðar af háþróuðum menningum.

Og bara í Vetrarbrautinni okkar væru þær 3.000.

3.000 já. Það er dálaglegur fjöldi í okkar litla horni alheimsins.

Einhver gæti farið að koma í heimsókn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!