Föstudagur 08.03.2013 - 12:12 - FB ummæli ()

Já, sko þrjár vikur duga ekki?!

Á fundi í gærkvöldi var Árni Páll Árnason spurður hvort ekki væri gráupplagt að halda þingi áfram eftir páska og nota tímann til að ræða stjórnarskrárfrumvarpið eins og hver vildi. Afgreiða það svo á síðasta degi þings, daginn fyrir kosningar til dæmis.

Árni Páll sagði ææææææ, nei, þótt þinghald yrði lengt í þrjár vikur, það yrði nú ekki mikið vit í þeim umræðum.

Nemlich! Það er búið að fjalla um stjórnarskrármál á Íslandi í 70 ár. Það er búið að semja ótal nefndarálit og frumvörp.

Og nú síðustu fjögur ár hefur verið starfað þrotlaust.

Það er búið að halda þjóðfund. Stjórnlaganefnd sat að störfum. Stjórnlagaráð sat að störfum í fjóra mánuði með hjálp sérfræðinga og almennings. Í eitt og hálft ár síðan hafa þingmenn fjallað um málið, fræðimenn hafa talað, Feneyjarnefndin kom, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur unnið mikið starf – sem og aðrar þingnefndir.

En þrátt fyrir allt þetta starf telur Árni Páll að þriggja vikna stöðugar umræður á Alþingi myndu ekki duga. Það yrði „ekki mikið vit“ í slíkum umræðum.

Skiptir vandaður undirbúningur í fjögur ár engu máli? Mundi þinginu virkilega ekki duga þrjár vikur?

Ég verð að segja: Mér féllust eiginlega hendur andspænis þessu viðhorfi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!