Föstudagur 10.05.2013 - 20:59 - FB ummæli ()

Stórslys yfirvofandi?

Slysið um daginn þegar olíudúnkur neðan í þyrlu hlammaðist niður hefði getað endað með ósköpunum.

En kannski getur það orðið til góðs – ef fólk vaknar af þeim Þyrnirósarsvefni sem greinilega hefur lagst yfir vatnsverndarmál á höfuðborgarsvæðinu.

Í mörg herrans ár hefur Sigmundur Einarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun reynt að vekja athygli ráðamanna á því hver hætta er á ferðum.

En með engum árangri.

Spegill Ríkisútvarpsins fjallaði um málið í kvöld og ræddi við Sigmund.

Það er þarflaust að ég sé að endursegja allt það klúður sem Sigmundur sýnir fram á að hafi einkennt þetta mál.

Kalda vatnið okkar er dásamað á tyllidögum, segir hann, en menn umfangast það eins og hálfgerðan ruslahaug.

Og stórslys gæti verið yfirvofandi.

Frásögn Spegilsins og viðtalið við Sigmund er (vonandi) hérna að finna.

Ég ætla rétt að vona að ráðamenn bæði Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins leggi nú eyrun við.

Hér er greinilega hætta á ferðum, og reynum nú að byrgja brunninn áður en olíubragð verður komið af vatninu okkar.

Hættum að bregðast við klúðri, komum frekar í veg fyrir það.

Og meðal annarra orða – þetta mál sýnir fram á að það má ekki slaka á öllu samfélagslegu eftirliti, eins og maður óttast nú að sé yfirvofandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!