Miðvikudagur 02.10.2013 - 12:41 - FB ummæli ()

Eru sjúklingar á spítölum pólitískt vopn?

„Legugjaldið“ sem ríkisstjórnin ætlar að taka af sjúklingum á spítölum er ömurleg hneisa.

Upphæðin sem þarna á að ná inn nemur samtals einhverjum örlitlum hluta af arðinum sem sægreifarnir raka saman af sameiginlegri auðlinda þjóðarinnar, ekki síst eftir að ríkisstjórnin hefur lækkað auðlindagjaldið á þá.

Þeir myndu ekki einu sinni taka eftir því, skyldi maður ætla, en sjúklinga munar um þetta.

Nema hvað það virðist nú komið rækilega í ljós að sægreifarnir taka svo sannarlega eftir hverri einustu krónu sem á að taka af þeim í sameiginlega sjóði landsmanna.

Og væla einsog stungnir grísir, þótt þetta séu upphæðir sem þá munar ekkert um.

En nú sé ég að margir spá því að þetta legugjald muni aldrei koma aldrei til framkvæmda.

Því hafi bara verið ýtt úr vör til að draga athyglina frá öðru, eða kannski öllu heldur til að ríkisstjórnin muni síðan fá lof og prís fyrir góðvild sína með því að draga þetta fljótlega til baka.

Litlu skárra er, þótt þetta reynist rétt.

Ríkisstjórn sem notar sjúklinga á spítölunum sem pólitískt vopn – eða „decoy“ – hún er lágkúrulegri en leyfilegt er.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!