Miðvikudagur 02.04.2014 - 07:51 - FB ummæli ()

Mikil tækifæri sem Ísland hefur

Þann 3. september 1939 var ljóst að heimsstyrjöld væri að hefjast þegar Þjóðverjar svöruðu ekki úrslitakostum Breta og Frakka um að draga her sinn heim frá Póllandi.

Hermann Jónasson var þá forsætisráðherra.

Og hann kom í útvarpið og sagði:

„Augljóslega er þetta á heildina litið neikvætt en í þessu felast þó mikil tækifæri sem Ísland hefur.“

Eða réttara sagt, nei. Auðvitað sagði Hermann Jónasson ekkert í þessa áttina.

Ef hann hefði gert það hefði hann verið mjög undarleg manneskja og þar að auki pólitískur asni.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!