Mánudagur 26.05.2014 - 14:19 - FB ummæli ()

Í guðs almáttugs bænum

Á Íslandi er við mörg vandamál að stríða. Það eru svo til eingöngu okkar eigin heimasmíðuðu vandamál og það stendur upp á okkur að leysa þau.

En meðal þeirra vandamála er EKKI fjöldi útlendinga á Íslandi og EKKI alltof mikið af múslimum og EKKI deilur milli Íslendinga og útlendinga. Ekkert af þessu er vandamál.

Í guðs almáttugs bænum: Við skulum ekki láta óttaslegið fólk og ómerkilega stjórnmálamenn á siðlausum atkvæðaveiðum telja okkur trú um útlendingar og trúmál séu til vandræða á Íslandi.

Þetta verða ekki vandamál nema við leyfum ótta og fordómum og fúllyndi að ná tökum á okkur.

En það er óþarfi. Ég segi ykkur það satt: Það er óþarfi.

Látum það ekki gerast.

Látum það ekki gerast!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!