Miðvikudagur 28.05.2014 - 22:27 - FB ummæli ()

Að grenja út nýja fabrikku

Við vitum öll ósköp vel að í samfélagi 21. aldar verða vel launuð störf nær eingöngu í boði fyrir þá sem hafa menntun, menntun og meiri menntun.

Á öllum sviðum.

Við vitum líka að hið alþjóðlega kapítal mun alltaf leita uppi þau svæði þar sem tilkostnaður er minnstur fyrir framleiðsluvörur þess.

Það setur niður fabrikkur sínar þar sem það þarf sem minnst að borga.

Og bara þar.

Ef það þarf til dæmis að borga þolanlega hátt kaup, þá mun það í staðinn krefjast þess að fá orkuna gefins – eða því sem næst.

Þetta vitum við öll.

En íslenskir ráðamenn og alveg sérstaklega þeir sem tilheyra núverandi stjórnarflokkum, þeir hafa samt – þegar á reynir – aldrei hugmyndaflug til annars en grenja út nýja fabrikku hjá alþjóðakapítalinu.

Ekki styrkja menntun, ekki kennara, ekki nemendur, ekki neitt nýtt – nei, ekkert nýtt.

Nema nýja fabrikku, já, þá erum við að tala saman!

 

Screen shot 2014-05-28 at 10.21.34 PM

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!