Laugardagur 10.01.2015 - 10:32 - FB ummæli ()

Gleymum því ekki

Fyrst eftir árásirnar í París virtust allir sammála um að um hefði verið að ræða árás á tjáningarfrelsið.

Þarna hefði verið um að ræða forstokkaða öfgamenn sem þyldu ekki gagnrýni og háð um sín lífsviðhorf.

Síðan hafa risið upp aðrar raddir, þær segja meðal annars:

„Hvaða vitleysa er þetta, að árásin í Frakklandi hafi snúist um tjáningarfrelsi? Hún snýst um kúgun Vesturlandabúa á múslimum gegnum áratugi og aldir, ömurlegt framferði vestrænna stórvelda í Miðausturlöndum, stuðning Evrópumanna og Bandaríkjamanna við Ísrael, og svo framvegis. Verið ekki svo einföld að láta ykkur detta í hug að morðingjarnir í París hafi verið móðgaðir út af einhverjum skopmyndum!“

En það er nú það. Allt er þetta í sjálfu sér satt og rétt að því leyti að öll þessi atriði hafa skapað þann hryggilega graut sem málefni Miðausturlanda eru komin í, og samskipti íslams og Vesturlanda.

Og við skulum ræða það allt saman í þaula, og ég skal fordæma framferði Vesturveldanna í heimi múslima á við hvern sem er.

En það voru nú samt skopmyndateiknararnir á Charlie Hebdo sem voru skotmarkið.

Gleymum því ekki.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!