Mánudagur 26.01.2015 - 10:10 - FB ummæli ()

Þjóðhetja

Þegar ég var strákur var Friðrik Ólafsson þjóðhetja.

Já, ég held það sé óhætt að kalla hann það.

Löngum stundum var hann kannski sá maður á Íslandi sem fyllti okkur mestu þjóðarstolti.

Já, ég held það sé líka óhætt að taka þannig til orða.

Það var ekkert ofmælt hjá Bent Larsen að þegar Friðrik tefldi fylgdist allt Ísland með.

Hann var lengstum í hópi sterkustu skákmanna í heimi á tímum þegar skákin naut þvílíkra vinsælda og virðingar að sviptingar á toppnum voru gjarnan forsíðuefni blaða um allan heim.

Og það sem meira var – hann var ekki bara öflugur skákmaður, hann var líka listrænn, sókndjarfur, baráttuglaður, fjörugur.

Það var alltaf gaman að fylgjast með skákum Friðriks.

Og er reyndar enn, því hann á enn til að grípa í taflborðið.

Hann er heiðarlegur og hreinn og beinn, og í fasi og umgengni utan skákborðsins er hann vingjarnlegur og sannkallaður séntilmaður.

Nú er hann áttræður og ég held svei mér þá að hann geti bara enn heitið þjóðhetja.

Það er að minnsta kosti vel hægt að fyllast þjóðarstolti yfir því að hafa fengið að fylgjast með framgöngu hans við skákborðið undir íslenskum fána.

 

Hérna er ein af frægustu skákum hans – hann hefur svart gegn Mikhaíl Tal árið 1975, árið sem hann varð fertugur.

Þetta er skák sem alltaf stendur fyrir sínu.

Hér eru þeir Tal og Friðrik með Kasparov á milli sín:

TalKasparovFridrikOlafs

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!