Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 15.11 2015 - 11:55

„Hvílið í friði englar“

Isobel Bowdery er 22ja ára stúlka frá Suður-Afríku sem var inni á hljómleikastaðnum sem hryðjuverkamennirnir réðust inn á í París í fyrradag. Hún skrifaði Facebook-færslu sem mér fannst ástæða til að þýða. Þetta skrifaði hún: Þér dettur aldrei í hug að það geti komið fyrir þig. Þetta var bara föstudagskvöld á rokktónleikum. Andrúmsloftið var fullt […]

Laugardagur 14.11 2015 - 13:33

Ásta Sóllilja býr um alla jörðina

Sjálfsagt er og eðlilegt að þeir sem hryðjuverkamenn ráðast á verji hendur sínar – og það af fullri hörku. Mikilvægt er hins vegar að sú harka lendi ekki á þeim sem ekkert hafa til saka unnið. Við Íslendingar munum náttúrlega aldrei „taka þátt í“ stríðinu gegn Ísis að neinu marki – nema hvað við getum tekið […]

Miðvikudagur 30.09 2015 - 20:25

Mótmælum Sádi Arabíu

Það er ekki vansalaust hvernig við Íslendingar höfum tekið þátt í því með öðrum vestrænum þjóðum að láta eins og Sádi Arabía sé kjörið bandalagsríki fyrir lýðræðisþjóðir þegar raunin er sú að um er að ræða eitthvert versta kúgunarríki á jarðarkringlunni. Af því Sádar eiga góðan hluta af þeirri olíu sem hingað til hefur verið […]

Þriðjudagur 15.09 2015 - 11:23

Sagan um pabba

Karl faðir minn hefði orðið 82ja ára í gær og ég minntist þess á Facebook með því að birta gamla mynd af honum. Þá fékk ég bréf frá konu sem sagði mér fallega sögu um hann. Ég fékk leyfi hennar til að birta hana á Facebook-síðunni minni og sagan fékk fádæma góð viðbrögð. Af því […]

Laugardagur 12.09 2015 - 15:04

„Þarna fer ríka fólkið“

Áðan flugu tvær þyrlur vestur yfir. Ég var í Laugardalslauginni að svamla mína kílómetra og þegar ég kom upp að bakkanum dólaði þar á að giska hálfáttræður karl, og hann gjóaði augunum upp að þyrlunum tveimur sem voru stórar og pattaralegar eins og fiskiflugur á sólardegi. Og hann sagði stundarhátt: „Þarna fer ríka fólkið.“ Þetta […]

Fimmtudagur 20.08 2015 - 14:51

Sigmundur Davíð hefur fengið nýja ráðgjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur fengið nýja ráðgjafa. Og þeir eru ekki svo vitlausir. Þeir áttuðu sig á því að Sigmundur Davíð var að gera þjóðina algalna og í hvert sinn sem hann birtist í fjölmiðlum óx óþol fólks. Því hefur Sigmundi Davíð nú bersýnilega verið uppálagt að halda sig til hlés. Í fyrsta lagi […]

Miðvikudagur 05.08 2015 - 21:24

Íslenskir rithöfundar 1930: Þórbergur á kjólfötum og glæsimennið Kristmann

Sigurjón Magnússon rithöfundur sendi í aldarbyrjun frá sér afskaplega fína skáldsögu sem heitir Borgir og eyðimerkur og fjallar um Kristmann Guðmundsson rithöfund. Hann var á sínum tíma einna frægastur höfundur á Íslandi og raunar erlendis líka framan af ferli sínum; skrifaði fyrstu bækur sínar á norsku og bjó þar í landi, en kom svo til […]

Þriðjudagur 14.07 2015 - 23:41

Sæll aftur þjófur, varstu á ferð í Álakvísl?

Þú hefur því miður ekki enn séð sóma þinn í að skila hjólinu góða sem þú stalst frá henni dóttur minni fyrir tveimur sólarhringnum. Sjá þennan pistil hér. Það er illa gert af þér að vera ekki búinn að skila því, því þótt þetta sé ekkert rándýrt hjól, þá er það fallegt og skemmtilegt og […]

Mánudagur 13.07 2015 - 21:55

Kæri þjófur

Fyrir tæpum sólarhring eða svo stalst þú þessu hjóli við Leifsgötu 10 í miðborg Reykjavíkur. Það var vand-lega læst svo þú þurftir að hafa þó nokkuð fyrir því að komast með það burt. En það tókst sem sé. Það er hún Vera dóttir mín sem á þetta hjól, ekki þú. Hún keypti sér það fyrir […]

Fimmtudagur 02.07 2015 - 08:37

„Eitthvað standard prógramm sem menn þylja upp“

Ég veit – það á víst ekki að „fara í manninn“ eins og það heitir núorðið. Það er bara svolítið erfitt að sleppa því í tilfelli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vegna þess að persónulegir dyntir hans, fordómar og þráhyggjur spila greinilega stórt hlutverk í því undarlega leikriti sem stjórnmálaferill hans er að verða. Þingi lýkur loksins, eftir að […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!