Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 24.05 2014 - 12:59

„Ekki næst í ráðherra Framsóknarflokksins“

Þögn Sigmundar Davíðs um hina ótrúlegu fordóma oddvitans í Reykjavík er orðin ærandi. Athugið að ekki er aðeins um að ræða hrikalega fordóma, heldur líka augljóst og borðliggjandi bull. Það ætti því ekki að þurfa mikið að velta vöngum yfir málinu – hver sanngjarn stjórnmálamaður sem vill láta sig alvarlega hlýtur að fordæma ummæli oddvitans […]

Þriðjudagur 20.05 2014 - 21:30

Sægreifarnir eru óvinirnir

Sægreifarnir hafa lengi skákað í því skjólinu að þeir séu hinir sönnu vinir þess fólks sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Óvinir fólksins í sjávarbyggðunum séu skeytingarlaust kaffihúsahyski úr Reykjavík. Þetta hefur auðvitað aldrei verið satt. Og sjaldan hefur þessi lygi verið auðsæ og þessa dagana. Auðvitað ættu stjórnvöld í landinu að taka nú ærlega til hendinni og […]

Laugardagur 17.05 2014 - 19:22

Ég hef búið hér lengur en Sigmundur Davíð

Sigmundur Davíð segist ekki skilja af hverju þingmenn stjórnarandstöðu hafi verið á móti því að staðið væri við fyrirheitin hans. Nú ætla ég ekki að tala fyrir þingmenn eða stjórnarandstöðuna eða aðra en sjálfan mig. En ég var og er á móti þessu fyrst og fremst af því með þessu er einmitt EKKI staðið við fyrirheit […]

Laugardagur 10.05 2014 - 15:10

Við eigum rétt

Eins og mál líta út núna virðist sem stór hluti af hinu dularfulla neyðarláni Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 hafi endað í skattaskjóli í Karíbahafi. Hinu „dularfulla“ neyðarláni segi ég, vegna þess að heimildum ber nú saman um að öllum, og ekki síst Seðlabankanum hafi átt að vera fullkomlega ljóst þegar þarna var […]

Laugardagur 03.05 2014 - 09:27

Fótgönguliðarnir hans Gunnars Braga

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lýstu skýrum vilja til þess fyrir ári að þeir vildu ekki að Ísland gengi í Evrópusambandið. En jafn skýrt var að þjóðin ætti að hafa síðasta orðið um hvort umsóknin fræga yrði dregin til baka. Með því að ætla sér að draga umsóknina til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu hafa Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð […]

Mánudagur 28.04 2014 - 07:57

Furðuleg vinnubrögð

Furðuleg vinnubrögð virðast í gangi hjá Framsóknarflokknum í sambandi við leitina að oddvita í Reykjavík. Þar stendur greinilega yfir dauðaleit að bara einhverjum sem fæst til að leggja nafn sitt við flokkinn, og viðkomandi virðist mega ráða alveg sjálfur eða sjálf hvaða mynd flokkurinn á að taka á sig. Samanber hið undarlega framboð Guðna Ágústssonar […]

Laugardagur 26.04 2014 - 17:44

Í leit að týndri tíð, 53

Áðan var ég á göngu frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Þá bar það til tíðinda að þegar ég var nýlega kominn yfir Snorrabrautina fylltist ég skyndilegri og næstum ómótstæðilegri hvöt til að fara í Stjörnubíó eins og það leit út nýuppgert eftir brunann 1973, kaupa mér brakandi hrískúlur og horfa á ítalska mynd. Ég þurfti […]

Fimmtudagur 24.04 2014 - 16:50

Þegar ferðamennirnir fara

Ég man þegar Íslendingar ætluðu að verða ríkir á fiskeldi. Fiskeldisstöðvar spruttu þá upp hvar sem hægt var að koma þeim fyrir í sjónum. Það fór eins og það fór. Næst man ég að Íslendingar ætluðu að verða ríkir á loðdýraeldi. Þá var allt í einu komið minkabú í hvern krók og kima. Það fór […]

Þriðjudagur 22.04 2014 - 23:04

Kæru framsóknarmenn

Kæru framsóknarmenn. Ég veit að stundum þarf að gera fleira en gott þykir. Þið hafið stöku sinnum – vegna skorts á öðrum skárri – þurft að troða upp með dálítið misjafna sauði sem frambjóðendur. Þið hafið neyðst til þess einstaka sinnum að tefla fram frambjóðendum sem hafa notað tækifærið til að maka krókinn og skipað […]

Föstudagur 18.04 2014 - 18:20

Hvert fara minningarnar?

Rétt áðan leitaði ég skjóls undan páskahretinu í bókabúð Eymundssonar í Austurstræti og gramsaði þar í nýjum bókum meðan hryðja gekk yfir. Og þá sá ég eina í erlendu deildinni sem kveikti gamlar minningar. Sumarið 1969 var ég níu ára og þá var ég settur einn upp í flugvél til Skotlands að heimsækja einkavin föður […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!