Vigdís Hauksdóttir reynir að klóra sig frá hótun sinni í garð Ríkisútvarpsins með því að orð hennar hafi verið „rangtúlkuð“. En það er bara rangt hjá henni. Já, það er hreint út sagt tóm tjara. Hún var á Bylgjunni að kvarta undan því að rangt hefði verið haft eftir henni í viðtali á RÚV. RÚV […]
„Lýðræðisleg fyrirtæki.“ Er þetta það sem heitir á ensku „a contradiction in terms“? Það er að segja algjör mótsögn? Það skyldi maður eiginlega ætla – það er jú búið að telja okkur trú um að fyrirtæki eigi sér aðeins einn tilgang: Að greiða hluthöfum sínum arð. Og til að svo megi verða sé affarasælast að […]
Ég hef reynt – já, ég hef reynt! – fyrst að hafa húmor fyrir Vigdísi Hauksdóttur og síðan að leiða hana hjá mér. En það er ekki hægt endalaust. Konan hefur verið leidd til öndvegis í íslensku samfélagi af flokki sínum og kjósendum, hún er formaður fjárlaganefndar Alþingis og hún er í þingmannahópi þeim sem […]
Ég hjólaði til vinnu í morgun og við aðstæður eins og þessar, þegar maður horfir upp í albláan himin, út á lognkyrran sjóinn sem næstum virðist hægt að ganga á og á þögnina sem ævinlega fylgir hinni mestu heiðríkju (já, svona verður þögnin sjáanleg og eins þótt það séu bílahljóð), þá ferðast ég alltaf í […]
Ég rölti áðan Gleðigönguna frá BSÍ niður á Arnarhól í hópi allmargra blaðamanna og annarra áhugamanna um tjáningarfrelsi sem lýstu þeirri kröfu að Bradley Manning skyldi látinn laus. Því miður eru litlar líkur á að svo verði gert, en það sakar ekki að lýsa yfir skoðun sinni. Ástæðan fyrir göngu þessa hóps í Gleðigöngunni er […]
Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus verður borinn til grafar til dag. Hann var stundum umdeildur maður en sú djúpa vinátta sem hann kveikti augljóslega í brjósti þeirra sem þekktu hann vel sýnir að margt var í hann spunnið. Og hann þarf ugglaust ekki að kvíða dómi sögunnar. Mig langar að hafa orð á einu, sem […]
Það er eins og maður hafi aldrei farið í ferðalag, sítuldrandi um New York-ferðina mína. En hér ætla nú samt að leyfa mér að birta hér fáeinar myndir sem ég tók á Manhattan um daginn. Maður gæti unað sér lengi við að taka myndir af mannlífinu á þessum fjölbreytta og (já!) vinalega stað. Þetta er […]
Ég verð að segja að mér finnst með ólíkindum að hér skuli upp risin umræða um hvort ætti að leyfa múslimasöfnuði að reisa sér mosku í Reykjavík. Það er árið 2013 og á ekki að þurfa að hafa mörg orð um að trúfrelsi ríkir í landinu. Fordómarnir sem kvikna og fáviskan eru með nokkrum ólíkindum. […]
Ég stend enn á því fastar en fótunum að hingað til a.m.k. hafi Baltasar verið bestur sem leikstjóri í leikhúsinu. En myndirnar hans í bíó eru fínar og það er gaman að sjá hve vel honum gengur. Sjá hér frétt í Ríkisútvarpinu um nýja stórmynd sem hann er að fara að gera í haust. Everest […]
Eins og flestir aðrir er ég gegnsýrður amerískri menningu eftir að hafa horft á amerískar kvikmyndir og sjónvarp, lesið amerískar bækur og hlustað á ameríska tónlist í áratugi. Þrátt fyrir það hefur mig eiginlega aldrei langað neitt sérstaklega til Bandaríkjanna. Mér fannst líklega að það væri engin sérstök þörf á því, eftir öll þessi amerísku […]