Íslendingar áttu að vera í hópi þeirra þjóða er vildu efla Mannréttindadómstól Evrópu á árunum fyrir hrun en voru það ekki. Íslendingar hefðu átt að vera í hópi þeirra þjóða sem vildu einfalda málsmeðferð stólsins en voru það ekki og lögðust þar á sveif með Rússum. Ég skil málin þannig að hægri sinnuð íslensk stjórnvöld […]
Ég sé að körfuboltamenn ætla að takmarka það hve margir erlendir leikmenn megi vera inná í einu í leikjum. Tveir. Vonandi gæta þess þeir í regluverki sínu að frjálst flæði vinnuafls er innan Evrópska efnahagssvæðisins og þess að engum má mismuna á grundvelli þjóðernis. Fái erlendur maður, sama hvaðan er, að dvelja á landinu fæ […]
Öllum má ljóst vera að hér á landi eiga sér stað harðvígustu hagsmunaátök síðan á landnámsöld. Það er tekist á um Ísland af fullri hörku og ekkert gefið eftir. Hatur og illindi grafa um sig og dómurinn yfir Geir Haarde og einkum viðbrögðin við honum bæta gráu ofaná svart og gefa innsýn inn í tilfinningar […]
Líftíma sínum eyða margir í það að sporna gegn eðlilegri þróun byggðar. Flestir sem eiga kost á því og hafa kynnst öðru kjósa að búa á hentugri stöðum en Vestfjörðum. Líftíma sínum eyða margir í það að sporna gegn alþjóðlegri þróun í samstarfi ríkja. Nú eru að renna upp tímar samvinnu og samstarfs í alþjóðamálum. […]
Mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna er að halda vel á málum gagnvart öðrum ríkjum. Fyrirlitlegasta orðræða stjórnmálanna er að tala í þeim anda að allir séu á móti okkur, við séum umkringdir óvinum, aðrir séu að fjandskapast við okkur, níðast á okkur. Þeir sem ekki séu með hnefann á lofti gagnvart útlöndum séu föðurlandssvikarar, landráðamenn og svo […]
Það yrði snemmkominn afleikur aldarinnar að hætta við umsókn eða stöðva umsóknarferlið að ESB. Fyrir utan það að aðild að ESB yrði gæfuspor fyrir Ísland, ekki síst fyrir venjulega launamenn og neytendur og þá sem búa í dreifðum byggðum þá yrði það helber kjánagangur að slíta viðræðum á þeirri forsendu að Evrópa sé okkur fjandsamleg. […]
Gjaldið sem Samfylkingin greiðir fyir Þóru Arnórsdóttur í forsetastól verður slæmt gengi í næstu kosningum. Kjósendur munu telja hana nána þeim flokki og munu leita jafnvægis í stjórn landsins með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn næst. Með samskonar röksemdafærslu munu vinstrinflokkarnir fitna á því verði Ólafur endurkjörinn. Þetta er margsönnuð lýðræðisjafna hér og í Bandaríkjunum svo […]
Jóhannesarguðspjall er skrifað í borg í Litlu Asíu og það er greiniegt að það er skrifað í andlegu umsátri óvinveittra. Sverðið hangir yfir frásögninni sem er hröð. Æðrist ekki þó að heimurinn hati yður. Prédikun biskups á páskadag ber sama keim. Hún er greinilega rituð í óvinsamlegu um hverfi eða slík er upplifun prédikarans. Sem […]
,,Jesú er upprisinn, hann er svo sannarlega upprisinn. Hann fer á undan yður til Galíleu og þar munuð þér sjá hann…..“ Hann er búinn að vera í dánarheimi síðan á föstudag, en þá var hann krossfestur en það var aftökuaðferð Rómverja. Menn voru negldir upp á kross í gegnum úlnliðina, þetta var alvöru og þar […]
Fólk á að halda fram réttinum til mismununarleysis. Í því felst að sérhver manneskja á óskoraðan rétt á því að henni sé ekki mismunað af nokkurri ómálefnalegri ástæðu. (Kyn gæti verið málefnaleg ástæða þegar ráðinn er baðvörður). Þetta á ekki bara við um ríki eða sveitarfélög heldur hvern þann sem annast hvers konar þjónustu við […]