Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 23.11 2011 - 13:27

Sjálfstæðismenn stíga í kristsvænginn!

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins tekur ákveðna afstöðu með þjóðkirkjunni og hinum kristnu gildum eins og það er orðað.  Á sama tíma eru settar stífar reglur í boði Samfylkingar og Besta flokksins um aðgengi  trúfélaga item þjóðkirkju að skólum Reykjavíkurborgar. Svo langt er gengið að banna dreifingu á höfuðriti Vestrænnar menningar Nýja Testamentinu í skólum borgarinnar.  Á landsfundi […]

Mánudagur 21.11 2011 - 09:50

Viðhorf okkar til flóttamanna!

Teitur Atlason endurvakti athygli mína á því hvað skeytingarlaus við erum gagnvart flóttamönnum sem leita hælis hér. Stundum höfum við kyngt ælunni og veitt fólki tímabundið hæli af mannúðarástæðum sem er vond leið því hún rænir fólki þeirri gæfu að geta horft til framtíðar með líf sitt.  Oftast höfum við vísað fólki frá eftir dúk og […]

Mánudagur 17.10 2011 - 13:52

Eiturefnið er arsenik!

Ég var í sveitarstjórn Ölfuss þegar Orkuveitan var að byggja Hellisheiðarvirkjun og og vildi fá og fékk leyfi til þess að dæla eitruðu vatni sem búiuð var að nýta hitann úr aftur niðurfyrir grunnvatsyfirborð eða a.m.k niður á kílómeters dýpi sem urðu svo 800 metrar.  Eiturefnið er arsenik og það þurfti að koma því undir […]

Sunnudagur 16.10 2011 - 12:16

Trúin bjargar eða hvað?-prédikun í ,,körfuboltamessu“

Á einu körfuboltagólfi má sjá allan pakkann. Kapp með forsjá, kapp án forsjár, vilja, einbeitni, kraft.  Vöðvastælt grísk Goð geisast um völlinn.  Gefa Hektor og Ajant og öðrum gömlum grískum hetjum ekkert eftir í líkamsburðum og fegurð.  Í skjóli situr herkonungurinn og horfir yfir sviðið hugsar með hönd undir kinn hvernig andstæðingurinn verði sigraður, leggur […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 11:29

Hanskinn upp fyrir biskup!

Stundum finnst mér að verið sé að kasta glæpum Ólafs Skúlasonar yfir á eftirmann hans sem er allt öðruvísi manneskja eins og allir vita. Vissulega er skúffuferðin á  bréfi Guðrúnar Ebbu óboðleg en enginn skal segja mér að  biskup hafi viljað þagga málið niður með því að setja bréf í skúffu.  Maður þaggar ekki mál […]

Mánudagur 10.10 2011 - 10:26

,,Skriftamál uppgjafaprests“

Ég fylltist óhug yfir sjónvarpinu í gær og sit hér morguninn eftir sem lamaður. Hvílík skepna hefur þessi biskup verið.(Þetta er upphrópun sem varla á rétt á sér. Maðurinn hefur verið sjúkur – BK) Af því litla sem ég kynntist fjölskyldu hans fannst mér fjölskylda hans mjög elskuleg og góð, fyrirmyndarfjölskylda. Ebba konan hans er virkilega […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 11:41

Er kristnin óþörf?

Við eigum að gera ríkisvaldið hlutlaust gagnvart trúarbrögðum án þessa ð rjúfa siðinn. Hvað á maðurinn við. Öll samfélag þurfa festu, grunn, samhengi, stöðugleika. Okkar samhengi sækjum við til kristni.  Hátíðisdagar kristni ramma inn árið. Sigurmerki kristninnar er grunngerð fánans, þess merkis sem við höfum sameiginlega og það mótar sönginn, þjóðsönginns em er okkar sameiginlegi […]

Mánudagur 26.09 2011 - 13:57

Páll og athygli trúðsins

Að kalla Pál Vilhjálmsson skoffín hefur margfaldað aðsókn að síðunni minni. Þannig virkar það hjá Páli Vilhjálmssyni. Auðvitað er Páll Vilhjálmsson ekki fífl eða kjáni og því síður afkvæmi refs og hunds kattar(leiðr. BK). Hann er beðinn afsökunar á orðfærinu. En svona orðfæri notar hann á aðra til að fá athygli, uppnefnir fólk og meiðir, ætlar […]

Mánudagur 26.09 2011 - 09:36

Skoffín í Silfrinu!

Ég vil þakka Agli Helgasyni að fá hana Vandönu Shivu í Silfrið í gær.  Hún fékk vonandi marga til að staðnæmast.  Svo voru frjálsu umræðurnar skemmtilegar nema ég veit ekki hvað Páll Vilhjálmsson var að gera þarna.  Hann er náttúrulega bara Skoffín sem ryðst fram með upphrópunum og sleggjudómum.

Föstudagur 23.09 2011 - 08:44

Nátttröllið í Kristskirkjunni!

Nátttröll eins og Friðrik Schram forstöðumaður íslensku Kristskirkjunnar verða að fá að vera til en þau eiga ekki að geta flaggað neins konar opinberum stimpli eða viðurkenningu.  Og þjóðkirkjan á annað hvort að fá löggildingu á hugtakinu prestur eða taka upp annað heiti á klerkdóminum.  Klerkar íslensku þjóðkirkjunnar hafa áttað sig á því grundvallaratriði eins […]

Höfundur