Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 05.07 2011 - 11:07

Kynferðisglæpamaður eyðileggur líf – úr líkræðu!

Hún  andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands  ……….  Hún fæddist árið 1932 og var því á 78. aldurári er hún lést.  Foreldrar hennar voru ……. og hún fjórða í röð systkina. Hún er fædd við Vesturgötu í Reykjavík.  Af þessum systkinahópi lifa nú aðeins tvö elstu ……… Tvö systkini missti hún ung og einn bróðirinn drukknaði síðar.  […]

Mánudagur 04.07 2011 - 08:43

Örugglega Litháísk? Algjörlega!

Hugur okkar ætti svo sannarlega að vera hjá stúlkunni sem leyndi meðgöngu sinni og bar út barnið sitt.  Minnir svo sannarlega á fátækt og vonleysi fyrri alda á Íslandi –örvæntingafull stúlka sem setur hlutina ekki í rétt samhengi og sér ekki hvernig hún getur alið upp barn og fótað sig ein í nýju landi.  Var […]

Laugardagur 02.07 2011 - 11:52

Láta lofta um mygluna!

Málið er að svona lítil eining drepur sjálfa sig ef hún beinir ekki sjónum sínum út á við og sér sjálfa sig í samhengi við hinn stóra heim.  Umræðan verður eins og mygla í vaskafati.  Og í hverri félagseiningu ná þeir yfirhöndinni sem dýrka félagseininguna mest í orði.  Þeir ná yfirhöndinni sem sjá óvini hennar í hverju horni.  […]

Föstudagur 01.07 2011 - 16:58

Tillögur stjórnlagaráðs of ítarlegar?

Það sem ég óttast við tillögur Stjórnlagaráðs er að þær verði of háleitar, ítarlegar og flóknar.  Það verði of mikið af út af fyrir sig dýrmætum útfærslum sem efasemdarmenn munu hengja hatt sinn á.  Menn verða að gæta að list hins mögulega í þessum efnum sem öðrum.  Sterk öfl  í þessu samfélagi munu berjast grimmt […]

Fimmtudagur 30.06 2011 - 10:39

Berlínarmaraþon 2006

Í Berlín þegar Marþonhlaup var þar fyrir nokkrum árum.  Fjarlægur djúpur niður færðist nær, stöðugt sterkari. Datt í hug að ,,nazhyrningarnir“ væru að koma.  Óræður glampi í augunum á fólki sem þyrptist að.  Loks kom hjörðin.  Fyllti breiðgötuna, endalaus straumur sveittra léttklæddra karla og kvenna á öllum aldri. Magnað magnificient upp á að horfa, heilan […]

Miðvikudagur 29.06 2011 - 09:55

Mismunun í Bláa lóninu?

,,DV sendi sjö spurningar á innanríkisráðuneytið vegna málsins…Ráðuneytið vísaði á iðnaðarráðuneytið, sem vísaði hins vegar aftur á innanríkisráðuneytið“ Í nær öllum 47 ríkjum Evrópuráðsins er aðili sem almenningur getur snúið sér til telji hann sig verða fyrir mismunun vegna uppruna, litarháttar, þjóðernis, trúar etc.  Mælt er með því (ECRÍ) að umboðsmaður þessi, eins og embættið […]

Þriðjudagur 28.06 2011 - 09:58

Ásakanir Guðjóns um rasisma!

„Ég veit ekki hvort dómurunum líkar ekki litarhátturinn á senternum mínum. Það er allavega geysilega mikið veiðileyfi sem fæst á þann mann. Hann er búinn að fá fjögur spjöld og það er búið að sparka hann niður síðan við byrjuðum mótið og það ætlar engan endi að taka.“  Þessi ummæli Guðjóns Þórðarsonar ber að taka […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 20:55

Hver hefur sinn djöful að draga!

 Ekki líkur vanda kirkjunnar við þetta Kirkjuþing.  Kerfið er ekki nógu gott. Í upphafi flytur forseti þingsins, mætur maður og viðurkenndur lögspekingur, vel undirbúna ræðu þar sem hann leggur upp niðurstöðuna.  Síðan tekur sjálfur biskupinn við og lýsir góðum vilja sínum. Hierarkíið á fremsta bekk.  Allt öndvegisfólk.  Hver getur fengið að sér að spilla svona veislu, eyðileggja […]

Mánudagur 13.06 2011 - 10:22

Yfirlýsing frá Baldri Kristjánssyni.

 ,,Rannsóknarnefnd sú sem Kirkjuþing stofnaði til til þess að rannsaka viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur Ólafi Skúlasyni  gerir sérstakar athugasemd við það að ég skuli hafa tekið ákvörðun um að sitja fundi stjórnar Prestafélags Íslands  í febrúar og mars 1996 þegar málefni sem snertu kynferðisafbrot þáverandi  biskups  voru til umfjöllunar.  Málið var þá til […]

Sunnudagur 12.06 2011 - 12:12

Á Hvítasunnu….!

Það þýðir lítið að tala um Hvítasunnudag og ræða bara um lærsveinana sem gripnir voru af heilögum anda og fóru að tala tungum – eða föðurinn á himnum sem mun tryggja það að við munum lifa og sendi heilagan anda sinn til okkar.  Það þýðir ekkert að víkja sér undan því að íslenska kirkjan á […]

Höfundur