Harðna nú dagarnir hjá hinum mikla jöfri Guðna Ágústssyni. Hallur Magnússon hefur sýnt fram á að Guðni er á móti ESB vegna misskilnings. Í DV í dag gagnrýnir Guðni þann íslenska nývakta bændasið að láta ekki kýrnar út sér til hagræðis heldur halda blessuðum skepnunum innan dyra allt sitt líf. Guðna er mikið niðri fyrir […]
Ég settist niður fyrir framan sjónvarpið í gær tilbúinn til að gerast stjórnarandstæðingur enda hef ég fengið Moggann í tilraunaáskrift þennan mánuðinn og hélt satt að segja að hér væri allt í kaldakoli. Allt á leið til andskotans og skrýmslið ESB væri auk þess við landsteina tilbúið að gleypa landið með húð og hári til […]
Of snemmt er að tilnefna merkustu stjórnmálamenn í upphafi 21. aldar þó að vissulega verði nöfn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar framarlega. En liprasti stjórnmálamaðurinn nú um stundir er án efa Össur Skarphéðinsson. Það er eins með hann og Jón Baldvin, talaður niður af andstæðingunum og saklausir Framsóknarmenn fjarri höfuðstöðvunum hafa það fyrir satt […]
Það verður sennilega ekki aftur snúið með málshöfðunina á hendur Geir Haarde eins og hún er nú ankanaleg. Úr því sem komið er verðum við að líta á hann sem fulltrúa þeirra stjórnarhátta sem þróuðust á íslandi frá lýðveldisstofnun og fram að Hruni og þá sérstaklega eftir 1990 þegar einn flokkur var við völd að […]
Jón Baldvin Hannibalsson er án efa merkasti íslenski stjórnmálamaðurinn á ofanverðri 20. öld. Honum getum við þakkað EES aðildina og hann á heiðurinn af því að Íslendingar tóku frumkvæðið í því að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Jón Baldvin var og er óhefðbundinn stjórnmálamaður, gáfaður, skemmtilegur, víðförull, vel lesinn og ekki í kjaftinum á neinum hagsmunasamtökum. Maður alþýðu enda […]
Varðandi leiðir til að sækja fiskinn. Um slíkar leiðir deila menn af miklum krafti. Það er einkum tvennt sem kristin kirkja á sjálfsagðan rétt til að benda á. Hið fyrra er að sótt sé eftir réttlæti. Hvaða aðferð sem verður ofaná sé tryggt að hún sé réttlát. Réttlæti er eitt af grundvallarstefjum kristinnar trúar og […]
Það er í raun og veru merkilegt að velta því fyrir sér að Íslendingar urðu bændur og búendakarlar en ekki farmenn og fiskimenn. Landið byggðist vegna landþrengsla í Noregi Í Noregi var fjöldinn allur af smákonungum sem börðust á banaspjótum. Menn fóru milli fjarða yfir heiðar eða á skipum til að drepa hvorn annann og […]
Neikvæð viðbrögð við tóbaksvarnartillögu Sivjar Friðleifsdóttur bera það með sér að elítan er orðin stirð að hugsa eftir þriggja ára endalausa hrunumræðu. Tillaga Sivjar er í samræmi við alþjóðlega þróun. Það er verið að ýta tóbaki út úr menningunni. Ef Guð lofar mun tóbak syngja sitt síðasta með Bjarna Harðarsyni og kynslóð hans en gáfaði bóksalinn […]
Þessi fallegi dagur syngur Bubbi Morthens og gæti alveg átt við þennan dag sem er hlýr og kyrrlátur, bjartur, léttur skýjahjúpur yfir, grösin græn, fólkið í fallegum fötum, vel búið, tignarlegt, börnin hlaupandi um glöð og áhyggjulaus. Skepnunum líður vel á þessum árstíma, kýrnar nýkomnar út þó lítið sé eftir af þeim hér um slóðir […]
Gallinn við tóbaksumræðuna er að fíklarnir hlauppa til og afsaka fíknina. Grípa til frelsisraka. Þykjast hafa lesið Adam Smith. Vitna í Georg Orwell. Þeim sést yfir að tóbak drepur einnig þá sem ekki reykja. Skemmir lungu þeirra og æðakerfi. Flýtir dauðdaga. Þess vegna á að banna reykingar þess vegna í heiminum öllum. Lágmark er að […]