Einhvern veginn finnst mér fordild gagnvart útlendingum hafa vaxið hér á landi undanfarið. Íslendingar sem hafa orð á sér fyrir það að taka lítt eða ekki á móti hælisleitendum , líta þá hornauga. Fólk af erlendu bergi brotið var oftar atvinnulaust (skýrsla ENAR)en aðrir eftir hrun, fólk þarf að sýna lögheimilispassa áður en það fær […]
Stundum hefur manni verið legið á hálsi fyrir það að að skrifa um pólitík verandi prestur. Það hefur óneitanlega dregið úr manni. En nú er maður ekki lengur að fjalla um pólitík þótt maður fjalli um Sjálfstæðisflokkinn, heldur guðfræði öllu heldur kristinfræði. Sjálfstæðisflokkurinn lýsir því sum sé yfir að kristin gildi skuli móta alla […]
Tilraunir Ögmundar Jónassonar að stöðva frjálst flæði kláms á netinu vekja víða athygli. Takist honum og hans fólki að vinna með internetið þannig að landamæri ríkja virki og harðar klámsíður fokkist upp á leið sinni til landsins þykir mörgum sem mikilvægt skref sé stigið. Þar á meðal þeim sem reyna að hamla gegn rasistaáróðri í […]
Menn þrátta um það hvort að svokölluð sóknargjöld séu félagsgjöld eða framlag ríkisins til kirkjunnar. Sóknargjöld eiga sér lagastoð frá 1909. Þá leysa ný lög af hólmi lög um tíund. Fram til 1988 eru sóknargjöldin innheimt af sóknarnefndunum sjálfum. Með lögum frá áraótum 1987/88 tekur ríkið að sér að innheimta sóknargjöld með þeim hætti að […]
Í Bretlandi liggja stjórnmálamenn undir ámæli frá kirkjunnar mönnum fyrir það að lögleiða giftingar samkynhneigðra. Biskupar ásaka leiðtoga Íhaldsflokksins fyrir það að vera, í frjálslyndi sínu, á skjön við mikinn meirihluta kristinna manna. Kirkjunnar menn í Bretlandi hafa þó verið fullvissaðir um það að engin kirkjudeild verði neydd til þess að framkvæma þessar athafnir. Þetta […]
(Framsaga á Kirkjuþingi um Þorláksbúðartillögu hina síðari). Skálholt merkasti sögustaður á Íslandi að Þingvöllum undanskyldum. Með Þorláksbúð er framúrskarandi og frábær, marglofuð staðarmynd eyðilögð. Kirkjan, skólinn, flötin þar á milli hafa oft og víða verið lofuð sem ein fallegasta kirkjustaðarmynd á Norðurlöndum og þótt víða væri leitað. Staðarmynd, helgimynd, snilldarútfærsla að allra dómi. Flumbrugangurinn við […]
Einn besti knattspyrnumaður heims Zlatan Ibrahimovic er innflytjandi í Svíþjóð af fyrstu eða annarri kynslóð, skiptir ekki máli. Af sænsku fjölmenningarsamfélagi, sem hefur verið talað endalaust niður af heimóttarlegum Íslendingum, getum við lært mikið. Við þurfum að efla framgang innflytjenda á öllum sviðum samfélagsins og helst að fjölga þeim verulega. Þannig myndum við eignast okkar […]
Sú staðreynd að Þjóðkirkjan skyldi haldast inni í hinni ráðgefandi atkvæðagreiðslu gefur til kynna að það hafi ekki verið róttækingarnir sem héldu á kjörstað heldur góður þverskurður af þjóðinni og ekki síst sá hluti hennar sem heldur uppá gömul og góð gildi. Það ætti að vera þeim umhugsunarefni sem sífellt hafa allt á hornum sér þegar kemur að breytingum […]
Drögin að stjórnarskrá sem við greiðum atkvæði um á laugardaginn myndu að mínum dómi sóma sér vel sem stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þau standast að mínu viti fyllilega samanburð við aðrar nýrri stjórnarskrár í Evrópu og eru í sama fasa og þær. Það má alveg sjá aldur stjórnarskráa eftir uppbyggingu þeirra og innihaldi. Eftir því sem […]
Teitur Atlason varpar á bloggi sínu fram hugmynd Birgittu Jónsdóttur um umboðsmann flóttamanna. Ég tel þá hygmynd góða. Augljóslega þarf einhvern sem fylgist með því hvernig lögum og reglum sé framfylgt og fylgist með því fyrir hönd almennings og stjórnvalda að lög og reglur og framkvæmd þeirra séu ávallt mannúðlegar og í samræmi við mannréttindasáttmála. […]