Fimmtudagur 8.9.2011 - 10:48 - 1 ummæli

Við erum ekki öll komin…..

Íslendingur er ekki ,,absalutt“ hugtak óháð tíma og rúmi. Við Íslendingar erum t.d. ekki  öll komin til landsins. Enn búa margir ,,okkar“ í Kína, Indlandi, Póllandi og annarsstaðar á hnettinum.  Komi þeir sem flestir þennegin að ,,við“ verðum fleiri og auðugri.  Við ættum að bjóða þá velkomna.  Svo fæðast vonandi margir líka.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.9.2011 - 16:43 - 1 ummæli

Kristján Valur vígslubiskup!

Kristján Valur Ingólfsson veròur næsti vígslubiskup í Skálholti og er líklegur til aò valda thví embætti prŷòilega. Kristján er einn helsti ritúalisti kirkjunnar, reyndur prestur, vel látinn, hefòbundinn nokkuò en thó ekki pikkfastur. Thá er hann sálmaskáld og vel máli farinn, guòfræōingur góòur. Thá kann Krstjân Valur vel viò sig í Tungunum og Biskupstungnamenn vel viò hann, en hann og hans âgæta eiginkona Margrèt Bóasdóttir söngkona hafa âòur komiò viò sögu Skâlholts.
Vid vorum mörg sem studdum Sigrúnu Óskarsdóttur og vildum kvenbiskup og vissulega eru thad vonbrigòi aò ekki tókst. Sigrùn óx mjög af framboòi sínu en ekki verdur á allt kosiò – Kristján vel aò sigrinum kominn og er óskaò velfarnaòar í embætti.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 31.8.2011 - 15:51 - 3 ummæli

Viljum við lifa í búri?

Viljum við búa í landi þar sem gjafir erlendis frá eru tollaðar nái þær tíu þúsund króna verðmæti?  Þar sem bréf frá tollinum er undanfari bókar sem þú kaupir á netinu og biður um sönnun á verði?  Viljum við búa í landi þar sem Jón Bjarnason og Bjarni Harðarsson ráða því hvað þú borðar?  Viljum við lifa í landi þar sem bara innlendir braskarar fá að kaupa jarðir? Viljum við lifa í landi þar sem þarf að sækja skriflega um gjaldeyri og skila afganginum þegar þú  kemur heim? Viljum við lifa í Austur Evrópu nútímans? Viljum við lifa í búri?  Ég held ekki.  Að minnsta kosti vil ég það ekki?  Samt fer ég ekki, en það er bara af því að ég er orðinn of gamall og á mörg börn og marga hesta.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 27.7.2011 - 11:39 - 8 ummæli

Kynþáttafordómar í Evrópu!

Vek athygli á ársskýrslu ECRI sem kom í júní í endanlegu formi og kom í hendur mínar nýlega. ECRI er sú stofnun Evrópuráðsins sem fæst við kynþáttafordóma í ríkjum Evrópuráðsins sem eru 47 að tölu.  Ég hvet stjórnmálamenn og blaðamenn til thess að kynna sér efni skýrslunnar og brjótast út úr þeirri feimni sem ríkir um mál þessi hér á landi. Hiklaust ætti að berjast betur í skólum landsins gegn því að kynþáttafordómar fái óáreittir að ganga á milli kynslóða.  Þeir eru ekki meðfæddir.  Slóð að skýrslunni er http://www.coe.int/t/dghl/monitoring/ecri/activities/Annual_Reports/Annual%20Report%202010.pdfð.

Hér er brot úr samantekt:

 ,,Racism and intolerance are becoming rooted in European societies as the economic crisis gives strength to extremist messages, warns Europe’s leading anti-racist body today.

,,The European Commission against Racism and Intolerance (ECRI), which monitors the situation in each of the Council of Europe 47 member States, in its latest annual report says that racism is no longer limited to the fringes of society and that mainstream politicians are increasingly using xenophobic and anti-Muslim arguments and calling referenda targeting non-citizens and religious minorities. „Legal means alone do not seem sufficient to counter this trend. More needs to be done,“ the report states.

The report – which examines the main trends in 2010 in the field of racism, racial discrimination, xenophobia, antisemitism and intolerance in Europe – picks out „deplorable events“ marking the beginning and end of the year which involved „the victimisation of migrants from Sub-Saharan Africa“ and „inter-ethnic clashes fomented by ultranationalists“. It calls on law enforcement authorities to take resolute action against racially motivated crime.

It welcomes the fact that the vast majority of states now criminalise hate speech, but says that authorities need to apply the laws more rigourously and make potential victims better aware of their rights. It also encourages „a vigorous debate of the underlying issues“.

It highlights the growing wave of anti-Gypsyism, „one of the most acute problems facing Europe today“, welcoming moves to create better conditions for the Roma communities.

The report also warns that attacks on multiculturalism could lead to fragmented societies and calls on Governments to up their efforts to promote intercultural dialogue: „The answer to the current debate on multiculturalism is strict adherence to a common set of principles, including non-discrimination and tolerance,“ the report states.

ECRI’s Chair, Nils Muiznieks, backed up the report with a call to Governments to act now to turn the tide of racism. „ECRI’s investigations in all European countries are showing a worrying pattern of rising racism. Governments need to be aware of the threat, work to strengthen laws and institutions against discrimination and give a clear message that xenophobia can never be tolerated in modern society.“

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 26.7.2011 - 08:27 - Slökkt á athugasemdum við Heimskasti pabbinn!

Heimskasti pabbinn!

Frábær grein Gudmundar Andra í Fréttabladinu í gær. Frábær ræda gegn kyntháttafordómum og afleidingum thess ef vid virdum ekki hvert annad sem manneskjur. Thessa grein ætti ad lesa upp og fara yfir í öllum skólum landsins í haust. Kennsla gegn kyntháttafordómum hefur verid í skötulíki. Heimskasti pabbinn fær óáreittur ad planta kyntháttafordómum í æskulyd hins göfuga lands.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 25.7.2011 - 10:13 - 13 ummæli

Tjáningafrelsi án skilyrða er marklaust!

Í tillögum stjórnlagaráðs sakna ég banns við hatursáróðri/ræðum.  Heimild til slíks á að vera í stjórnarskrá. Einnig þarf heimild til að banna félagasamtök sem hafa kynþáttahatur/ofbeldi á stefnuskrá sinni og vefsíður sem leyfa slíkt.  Þar þarf þverþjóðlegt samstarf.  Banna á prentun og útgáfu á efni sem elur á kynþáttahatri/ofbeldi.  Í þessum efnum ættum við að ganga í smiðju til Þjóðverja.  Nýjustu hörmulegir atburðir í Noregi ættu að verða til þess að menn litu til ráðlegginga Evróðuráðsins, í mynd ECRI, í þessum efnum.

Annars votta ég Norðmönnum mína dýpstu samúð og sendi vinum mínum þar sérstakar samúðarkveðjur.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 6.7.2011 - 10:30 - 10 ummæli

Ekki þegja yfir kynferðislegu ofbeldi!

Líf Hjördísar Sveinbjörnsdóttur sem andaðist 1. Júlí 2009 var bæði harmsaga og gleðisaga.  Harmsaga vegna ömurlegra aðstæðna í æsku sem leiddu til andláts föður hennar og sárrar fátæktar móður með stóran barnahóp og svo vegna misþyrmingar sem hún varð fyrir og leiddi til þess að hún varð alltaf sem stórt barn.  Gleðisaga vegna þess að til er gott fólk – á Blesastöðum á Skeiðum er einkarekið heimili sem Ingibjörg Jóhannsdóttir stofnaði. Í skjóli Ingibjargar og fjölskyldu hennar naut Hjördís einstakrar elsku og átti hamingjurík efri ár.   Hún var líka einstaklega skemmtileg og góð manneskja.

Fátæktinni í Reykjavík millistríðsáranna skulum við ekki gleyma. Hún átti rætur sínar í bágum efnahag þjóðar en einnig ömurlegri misskiptingu. Lýsing  Haraldar Sveinbjörnssonar bróður Hjördísar er átakanleg: ,,ekknastyrkurinn dugði ekki fyrir mat og hún var að reyna að vinna úti frá börnunum, þurfti þá að skilja þá eftir ein og fá lánað hjá kaupmönnum.  Húsnæðið var kalt, aðeins hiti frá kolaeldavél í eldhúsinu, herbergin ísköld. Útikamar eins og um alla Reykjavík.  Vatnssalernin voru komin það var bara engin viðleitni hjá mönnum að innleiða þau.“

Í þessari Reykjavík fátæktar og framtaksleysis þreifst margt sem við eigum að vita um. Misnorkun á börnum og fullorðnum, mannshvörf algeng, drykkja mikil.  Fátæktin í Reykjavík þessara ára var eiginlega ólýsanleg.  Ekkjur mjög margar vegna sjóslysa. Unga konu veit ég um sem gat bara lesið við skímu af útliljósi við glugga. Fólk þekki ég sem svalt heilu hungri.  Feður sem komu grátandi heim eftir að hafa beðið í röð niðrá á kaja klukkustundum saman í frostkulda eftri uppskipun og sendir heim. Fátæktin var miklu meiri en t.d. á Höfn þar sem ég þekki vel til.  Á litlum stöðum voru úrræðin til sjálfsbjargar meiri, samhjálpin sennilega ríkari.

Í minningarorðum er leitast við að draga fram lífshlaup manneskjunnar og aðstæður hennar og staldra við atburði er varpa ljósi á líf viðkomandi. Ekki er þagað yfir kynferðislegu ofbeldi eða öðru ofbeldi allt í samráði við aðstandendur þó.  Ofbeldi sem leiðir til dauða eða varanlegrar fötlunar má þó aldrei liggja í þagnargildi.  Ég bara vona að allir eða nær allir séu sammála mér um það.

Athugasemdir á facebook takk.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 5.7.2011 - 11:07 - Lokað fyrir ummæli

Kynferðisglæpamaður eyðileggur líf – úr líkræðu!

Hún  andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands  ……….  Hún fæddist árið 1932 og var því á 78. aldurári er hún lést.  Foreldrar hennar voru ……. og hún fjórða í röð systkina. Hún er fædd við Vesturgötu í Reykjavík.  Af þessum systkinahópi lifa nú aðeins tvö elstu ……… Tvö systkini missti hún ung og einn bróðirinn drukknaði síðar.  Hún veiktist alvarlega og börnin öll af kíghósta þegar hún var tveggja og hálfs árs, þá dó systir hennar örlítið eldri og hún mjög hætt komin.  Um svipað leyti flytja foreldrar hennar að ……….. eftir að hafa búið víða í leiguhúsnæði. Fátæktin á þessum árum í Reykjavík var óskapleg…………

Það þarf ekki að lýsa því áfalli sem fjölskyldan verður fyrir er heimilisfaðirinn deyr úr berklum aðeins 32ja ára gamall…………..þau hjónin voru byrjuð að koma undir sig fótunum. Hann dugnaðarforkur og hafði verið í fastri vinnu, eftirsóttur, vann til sjós og lands. Það var afrek á tímum þegar menn fjölskyldufeður stóðu í biðröðum eftir vinnu og var snúið slyppum og snauðum heim dag eftir dag, mánuð eftir mánuð. Kreppan læsir þegar hér var komið klóm sínum um íslenskt þjóðfélag.  Heimilisfaðirinn greinist veikur af berklum og er lagður inn á Vífilsstaðahæli, nær að komast þaðan út í vinnu, sennilega of fljótt og meinsemdin tekur sig upp aftur og í þetta sinn deyr hann. Skelfilegt áfall.  Móðirin bjó áfram með barnahópinn ……………..  Þetta var óskplega erfitt hjá ekkjunni, ekknastyrkurinn dugði ekki fyrir mat og hún var að reyna að vinna úti frá börnunum, þurfti þá að skilja þau eftir ein og fá lánað hjá kaupmönnum.  Húsnæðið var kalt, aðeins hiti frá kolaeldavél í eldhúsinu, herbergin ísköld. Útikamar eins og um alla Reykjavík. Vatnssalernin voru komin það var bara eingin viðleitni hjá mönnum að innleiða þau. Það var óskapleg fátækt í Reykjavík á þessum tíma.

En ,,Hún“ er þróttmikið barn. Byrjaði að ganga níu mánaða gömul, líkamlega kröftug, frísk og fljót á fæti, fljót að hlaupa, tók þátt í hlaupum með jafnöldrum sínum. Hún var hins vegar fáskiptin, erfði skapgerð föður síns enda hélt hann óskaplega mikið upp á hana og bar mikla umhyggju fyrir henni.  Hún sótti skólann, Miðbæjarskólann, sóttist sæmilega.

 En ,,Hún“ fermist ekki. Áður en þeim aldri var náð hafði hún orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu fullorðins  manns.  Það veit raunar enginn hvað gerðist eða hver átti í hlut en áfallið var staðreynd, leyndi sér ekki.  Hann kom þegar móðirin vann á næturvöktum….. Það mál upplýstist aldrei og hún náði sér aldrei.  Sjúklingur var hún upp frá því. Geðtruflun greinileg upp frá því segir mér bróðir hennar.

Hún býr með móður sinni og bróður en er uppkomin komið fyrir á heimili á………………………

…………….Í raun og veru var Hún eins og stórt barn og þurfti stðuðning og hjálp og vinsamlegt umhverfi.  Hér fékk hún það. Hún hafði hlutverk. Sótti kartöflur, sótti mjólk, vaskaði upp, valsaði um, átti hér heima. Hún fékk að sinna því sem hún hafði áhuga á að gera og gat gert.  Henni leið vel. Var í umhverfi sem hún réði við og naut ástar og umhyggju þeirra sem umgengust hana. Hún naut sín hér ef svo má segja…………..Hún geislaði alltaf af fögnuði þegar ………bróðir kom og þótti undur vænt um hann. Hann heimsótti hana reglulega, færði henni gjafir, gaf henni oft garn. Hún prjónaði mikið, síprjónandi.  Hún gat verið gríðarlega skemmtileg í tilsvörum, bjó þá til eftirminnilegar setningar sem geymast í minni …………  Já, Hún skilur eftir sig miklar og góðar minningar. Henni samdi vel við alla, öllum þótti gríðarlega vænt um hana. ………………..  Hér fékk hún þá umönnun og það umhverfi sem hún átti skilið.

Hún veikist 2001 og nær aldrei fullri heilsu eftir það .þó líðan hennar hafi oft verið bærileg. Hún kvartaði ekki.

Hún  elst upp í sárri fátækt og verður fyrir áfalli snemma í lífinu sem sennilega mótar allt hennar líf.  Seint verður sagt að hún hafi verið borin um á englavængjum. En hún naut vissulega föðurástar í bernsku og móðurástar og með þeim systkinum var kært. ……………..

Ég tilkynnti um málið til barnaverndaryfirvalda í Reykjavík eins og mér ber.  Svona mál eiga ekki og mega ekki fyrnast.  En þó að líkræða sé út af fyrir sig opinbert plagg, flutt í heyranda hljóði þá vil ég ekki birta hana með nöfnum á bloggsvæði mínu og þá kannski af tillitssemi við ættingja.  Fáir utan bróður hennar vissu um lífshlaup hennar við útförina.  Glæpurinn var löngu gleymdur og segja má að kirkjugestir hafi orðið fyrir áfalli.  Lífshlaup þessarar stúlku hefur sótt á mig og ég tel það þjónustu við lífið að koma frásögninni frá mér.

p.s. Síðan ég kom þessu á framfæri hefur ættingi sem ég hef ekki hitt haft samband við mig, þakkað mér fyrir,  en tjáð mér að saga mín sé ekki rétt í öllum atriðum – raunveruleikinn sé hrikalegri ef eitthvað er.  Ég mun gera því skil síðar með virðingu við  hina látnu konu í huga.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 4.7.2011 - 08:43 - Lokað fyrir ummæli

Örugglega Litháísk? Algjörlega!

Hugur okkar ætti svo sannarlega að vera hjá stúlkunni sem leyndi meðgöngu sinni og bar út barnið sitt.  Minnir svo sannarlega á fátækt og vonleysi fyrri alda á Íslandi –örvæntingafull stúlka sem setur hlutina ekki í rétt samhengi og sér ekki hvernig hún getur alið upp barn og fótað sig ein í nýju landi.  Var hún ekki örugglega Litháísk? Eða frá Litháen? Jú, segir fréttastjórinn; það skiptir máli við skilning á fréttinni, bætir hann við.  Voru Eiríkur rauði og Leifur heppni ekki örugglega Norskir, hugsar hann?  Þeir höfðu bara dvalist hér um skamma hríð á ferð sinni frá Noregi vestur um haf a.m.k. kallinn.  Munum það næst hugsar hann.  Það er lykilatriði þegar við segjum næst frá fundi Ameríku.

Í fyrsta lagi:  Skipti það máli a.m.k. fyrsta daginn hvort að stúlkan var úr Vestmannaeyjum eða frá Litháen?

Í öðru lagi: Það skiptir máli þegar fréttamenn fara að velta fyrir sér ástæðum (ef það er viðeigandi).  En er þá ekki kominn tími til að tala um Litháískan Íslending eða eitthvað í þeim dúr?

Í þriðja lagi:  Fyrir þann heimska: Það má vera útlenskt ef það er óþægilegt. Annars íslenskt.

Birtist líka á facebook. Má gera athugasemdir þar.

Berist fréttastjórum sama hvaðan þeir eru.

Undirritaður er einn af sérfræðingum Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og kynþáttamisrétti.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 2.7.2011 - 11:52 - Lokað fyrir ummæli

Láta lofta um mygluna!

Málið er að svona lítil eining drepur sjálfa sig ef hún beinir ekki sjónum sínum út á við og sér sjálfa sig í samhengi við hinn stóra heim.  Umræðan verður eins og mygla í vaskafati.  Og í hverri félagseiningu ná þeir yfirhöndinni sem dýrka félagseininguna mest í orði.  Þeir ná yfirhöndinni sem sjá óvini hennar í hverju horni.  þeir sem eru á botni vaskafatsins verða ráðandi.  Þess vegna verða stjórnmálaflokkar ónýt fyrirbrigði og litlar þjóðir mega vara sig.  þess vegna þyrftum við Íslendingar að slétta vaskafatið, hleypa nýjum andgustum inn og láta lofta um mygluna.

Athugasemdir má gera á facebook

Flokkar: Óflokkað

Höfundur