Miðvikudagur 06.04.2011 - 11:27 - FB ummæli ()

Að bretta upp ermar

Stjórnlagaráð hefur starf sitt í dag.

Við sem sitjum í ráðinu munum þá fá í hendur skýrslu stjórnlaganefndar, sem hefur unnið við það undanfarið hálft ár að taka saman allskonar valkosti varðandi stjórnarskrá.

Meðal annars og ekki síst byggt á niðurstöðu þjóðfundarins síðastliðið haust.

Svo brettum við upp ermar og reynum að komast að niðurstöðu um hvernig stjórnarskrá Íslands ætti að líta út næstu áratugina.

Þetta verður mikið og mikilvægt starf, og ég fyrir mitt leyti heiti því hér með hátíðlega að leggja mig allan fram, og sama veit ég að þau gera líka, félagar mínir.

Sum öfl í samfélaginu eru andsnúin því að venjulegt fólk fái að koma nálægt því að semja stjórnarskrá, og þessum öflum tókst að telja alltof mörgum trú að það væri frekar ómerkilegt, og alla vega alls ekki aðkallandi verkefni að búa samfélaginu nýjar grundvallarreglur.

Það verður verkefni okkar í stjórnlagaráðinu að sýna mönnum fram á að þetta hafi verið rangt mat.

Að endurreisn samfélagsins verði hraðari og hreinlegri ef við byrjum upp á nýtt á þessu sviði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!