Þriðjudagur 12.04.2011 - 12:55 - FB ummæli ()

Sanngirni

Lars Christensen virðist álíta að nokkuð vel hafi tekist til með efnahagslega endurreisn Íslands.

Getum við ekki verið nokkuð ánægð með það?

Getum við þá ekki til dæmis hætt að tala eins og hér sé ómöguleg ríkisstjórn sem geri ekki neitt?

Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega ekki verið of vel haldin af hrósi gegnum tíðina.

Enda hefur hún haldið undarlega klaufalega á ýmsum málum – auk þess sem deilurnar innan VG hafa mjög dregið úr henni kraft.

En að parti til hefur ríkisstjórnin sætt ómaklegri gagnrýni.

Sé ástandið ekki verra en Lars Christensen lýsir eftir hið mikla bankahrun, þá má blessuð ríkisstjórnin alveg eiga sinn þátt í því.

Þetta bendi ég ekki á af einskærri umhyggju fyrir ríkisstjórninni – eða ríkisstjórnarflokknum.

Ég held bara að það sé óhollt andrúmsloft sem hér hefur ríkt undanfarið – að þetta sé einhver versta ríkisstjórn sem hægt sé að hugsa sér.

Og fjöldi fólks leiðir í alvöru hugann að því hvort ekki væri bara kjörið að leiða aftur til valda þá sem ollu hruninu!!

Það vantar meiri sanngirni í samfélagið, og þar á meðal þurfum við að sýna ríkisstjórninni sanngirni.

Það er bara best fyrir okkur sjálf – svo við séum ekki að ímynda okkur að við lifum í einhverjum forarpytti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!