Miðvikudagur 13.04.2011 - 20:08 - FB ummæli ()

Hinn jákvæði neisti

Ég er búinn að gera tvær eða þrjár tilraunir síðustu klukkutímana til að horfa á umræður um vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins gegn ríkisstjórninni.

En ég gefst jafnharðan upp.

Það er eitthvað næstum hrollvekjandi við þessar umræður.

Þið afsakið þó ég segi það.

Hrollvekjandi.

En má ég í staðinn vekja athygli á þessu hér:

Vefsíðu ungs fólks um stjórnarskrármál.

Þetta er eitthvert besta framtak sem ég hef orðið var við lengi.

Auðvitað á unga fólkið að láta sig miklu varða hvað við í stjórnlagaráðinu erum að gera.

Það eru þau sem munu lengst þurfa að búa við þá stjórnarskrá sem ráðið býr (vonandi) til.

Og við í stjórnlagaráðinu munum áreiðanlega fá þau á okkar fund til að spjalla við þau – og heyra hvað þeim finnst mikilvægast að hafa í hinni nýju stjórnarskrá.

Það er fagnaðarefni að verða var við áhuga ungs fólks á pólitík og samfélagsmálum.

Ég ætla bara að brýna fyrir þeim að enda ekki eins og sú kynslóð sem nú er að þrefa sig til blóðs.

Heldur varðveita sinn jákvæða neista til breytinga á samfélaginu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!