Fimmtudagur 01.09.2011 - 11:40 - FB ummæli ()

Samloka með gulldufti

Menn eru dálítið að mæðast yfir því þessar vikurnar að svo virðist sem hrunin á fjármálamörkuðum Vesturlanda fyrir þrem árum hafi ekki haft nógu langvarandi afleiðingar.

Það hafi ekki kennt hákörlum viðskiptalífsins neina góða siði.

Og allt bruðlið og öll geðveikin sem keyrðu allt í kaf séu að fara af stað á ný.

Því til sönnunar má kannski senda á þessa samloku sem breskur kokkur stærir sig af að sé „dýrasta samloka í heimi“.

Hún kostar 110 pund, eða vel rúmar 20.000 krónur.

Og hann segir frá því stoltur í bragði að punkturinn yfir i-ið sé gullduftið sem dreift sé yfir herlegheitin.

Það sé að vísu ekkert bragð af því, en það sé svo ansi hreinsandi!!

Eins og við munum var það stöðutákn íslensku útrásarvíkinganna þegar best (eða verst) lét að éta gull.

Einmitt í stíl við það sem félagar þeirra í Bretlandi gerðu.

Það fer eiginlega hrollur um mann þegar blygðunarlaust gullátið er greinilega að byrja upp á nýtt á Bretlandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!