Föstudagur 02.09.2011 - 11:36 - FB ummæli ()

Hvað er vandamálið?

Núna, þegar í ljós virðist komist að hið ofurslítandi lamandi alltumlykjandi rifrildi okkar um Icesave, hafi verið alveg fullkominn óþarfi, og það vildi ég óska að við hefðum eytt tíma okkar og orku í eitthvað annað …

Núna sem sagt, þegar þetta er komið á hreint …

Ætlum við þá að fara að eyða mörgum mörgum mörgum vikum og kannski mánuðum í rifrildi um hvort Kínverji einn sé þess verður að eiga meirihluta jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum?

Hann mun auðvitað, eins og allir aðrir landeigendur á Íslandi, þurfa að lúta margvíslegum lögum og takmörkunum á því sem hann getur gert við jörðina sína. Og hann mun meira að segja eiga jörðina í félagi við ríkið sjálft, sem þar með getur fylgst grannt með því að hann taki ekki upp á einhverjum dónaskap.

Hvað er vandamálið?

Við verðum að fara að hætta að þrefa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!