Færslur fyrir nóvember, 2011

Mánudagur 07.11 2011 - 10:26

Þegar Fischer tapaði

Það er nú ekki meiningin að hefja hér skákblogg en ég get samt ekki stillt mig um að birta hér skák sem mér barst upp í hendurnar í dag. Eins og ég minntist á um daginn þá var Sverrir Norðfjörð – fyrir utan Friðrik Ólafsson – eini Íslendingurinn sem vann Bobby Fischer í skák um […]

Laugardagur 05.11 2011 - 13:19

Eimreiðarhópurinn og einvígið

Ég rakst óvænt á sjálfan mig í nýjum reyfara eftir Óttar Norðfjörð, sem heitir Lygarinn. Af vissum ástæðum, sem best er að upplýsa ekkert um, fer aðalsögupersónan að kynna sér sögu Eimreiðarhópsins sem á ofanverðri 20. öld og eitthvað fram á þá 21. var eins konar skuggastjórn Sjálfstæðisflokksins. Vissulega mjög merkilegt fyrirbæri. En við leitina […]

Laugardagur 05.11 2011 - 09:46

Skipan dómara og ríkisráð

Málþing Háskóla Íslands um stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs hófst í gær og er mjög gleðilegur vitnisburður um að nú sé að hefjast markviss umfjöllun um frumvarpið. Aðrir háskólar munu einnig gera hið sama. Þetta er allt mjög gott – það eina sem vantar er einhvers konar kynning eða umfjöllun um frumvarpið sem beint sé sérstaklega að almenningi. […]

Föstudagur 04.11 2011 - 11:10

Neyðarkall

Ég keypti í gær neyðarkall björgunarsveitanna fyrir utan Bónus. Ég er annars ekkert mjög duglegur að kaupa happdrættismiða eða annað þvíumlíkt af líknarfélögum eða hjálparsamtökum eða hagsmunahópum. Tvennt kaupi ég þó alltaf á hverju ári. Neyðarkallinn annars vegar og hins vegar álfinn frá SÁÁ. Mér finnst mér bara bera skylda til. SÁÁ hafa bjargað lífi […]

Föstudagur 04.11 2011 - 11:01

Pawel um hagsmunaráðuneyti

Pawel Bartoszek skrifar í Fréttablaðið í morgun um málefni sem er því miður alltof kunnuglegt. Hvernig hin svokölluðu „fagráðuneyti“ á Íslandi hafa alltaf litið á sig sem fulltrúa þröngra hagsmunaaðila, ekki þjóðarinnar allrar. Þetta hefur alltaf verið sérstaklega áberandi í ráðuneytum sjávarútvegs og landbúnaðar. Sjávarútvegsráðherrar hafa gjarnan talað eins og pólitískur armur útvegsmanna, en landbúnaðarráðherrar […]

Fimmtudagur 03.11 2011 - 17:38

Þá höfum við ekkert við Hönnu Birnu að gera

Ég heyrði áðan viðtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Síðdegisútvarpi Rásar tvö. Mér hefur hingað til litist bara býsna vel á Hönnu Birnu. Hún er sköruleg, sem stundum er kostur, og hún hefur í sinni borgarmálapólitík sýnt á ýmsan hátt viðleitni til nýrra og töluvert heilbrigðari vinnubragða en tíðkast hafa. Því voru vonbrigði mín djúp […]

Fimmtudagur 03.11 2011 - 16:35

Regnskógabeltið

Ég kann ekki frönsku og franskur menningarheimur hefur sjaldnast vakið mikinn áhuga hjá mér, þó skömm sé frá að segja. Heimspekin þeirra og bókmenntafræðin – Derrida, Foucoult og hvað þeir heita … allt þetta er mér lokuð bók og ég hef hreint ekki sóst eftir því að opna hana. En nú sé ég að fordómarnir […]

Miðvikudagur 02.11 2011 - 09:27

Ekki meiðyrðamál!

Mikið vildi ég að Davíð Þór Jónsson hefði ekki álpast til þess að hóta Maríu Lilju Þrastardóttur málsókn fyrir meiðyrði út af þessari grein hér. Ég skal að vísu viðurkenna að ég skil vel að Davíð Þór hafi orðið reiður. Pistill Maríu Lilju er að ýmsu leyti út úr öllu korti. Sér í lagi með […]

Þriðjudagur 01.11 2011 - 07:40

Ánægja, von og reiði

Umfjöllun Helga Seljan í Kastljósi um Snæbjörn Sigurbjörnsson hefur  vakið ýmsar kenndir. Ánægju yfir umfjölluninni sjálfri – sem var bersýnilega unnin af mikilli virðingu og þungri alvöru, en lánaðist að gera flókna og erfiða atburðarás skýra og greinargóða. Þetta var vel gert. Von um að nú þegar mál eins og þetta koma upp á yfirborðið, […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!