Þriðjudagur 10.01.2012 - 18:48 - FB ummæli ()

Galdrafár eður ei

Ég nenni sjaldnast orðið að taka mjög sterkt til orða. En manni getur nú blöskrað. Á fundi Viðskiptaráðs í morgun virðist Vilhjálmur Bjarnason formaður Félags fjárfesta hafa líkt skattastefnu íslenskra stjórnvalda við galdrafárið á miðöldum þegar fjöldi manns var brenndur á báli.

Sjá hér.

Ég hef löngum borið virðingu fyrir Vilhjálmi sem oftast er maður fyrir sinn hatt. En þessi samlíking er út í hött. Gjörsamlega út í hött.

Vonandi veit Vilhjálmur meira um sín fjárfestafræði en hann virðist vita um galdraofsóknirnar í Evrópu og hvað þá á Íslandi.

Og að líkja skatti á auðmenn við það þegar fólk var pyntað og síðan brennt á báli, það lýsir firrtu hugarfari, þar sem krónur og aurar eru ígildi lífs.

 

– – – –

Vilhjálmur Bjarnason hafði samband við mig í framhaldi af þessari færslu og við áttum hinar bestu samræður um málið. Ljóst er að samlíking hans milli skattheimtu og galdrafárs var engan veginn jafn einföld og fyrirvaralaust og frásögn Viðskiptablaðsins gaf til kynna. Því er tónninn í færslu minni líklega alltof afdráttarlaus og reiðilegur!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!