Miðvikudagur 11.01.2012 - 09:28 - FB ummæli ()

Ábyrgð

Ég held ég verði að taka undir með Bergsteini Sigurðssyni skríbent Fréttablaðsins í þessari grein hér.

Það er mjög undarlegt hvernig vandamál Reykvíkinga í hálkunni og ófærðinni undanfarið hafa snúist upp í gagnrýni á borgaryfirvöld.

Ég hef ekki orðið var við annað en viðbrögð borgaryfirvalda hafi verið ósköp hefðbundin og fyllilega sómasamleg við þær aðstæður sem ríkt hafa undanfarna daga.

Og hafa vissulega verið ansi leiðinlegar og erfiðar.

Vitanlega á ævinlega að gera strangar kröfur til yfirvalda, en samt verður hver að endingu að bera einnig ábyrgð á sjálfum sér.

Ég tek undir með Bergsteini hér:

„Í fljótu bragði sé ég þrjá kosti í stöðunni: Látum borgina leigja fjölda stórtækra vinnuvéla sem hreinsa allar götur og stíga borgarinnar á einum til tveimur dögum og hækkum lögbundin gjöld til að koma til móts við kostnaðinn. Ekki? Jæja, tökum pening úr einum þætti grunnþjónustunnar, til dæmis sorphirðunni eða leikskólunum, og notum til að greiða götu okkar í mestu snjóþyngslunum. Ekki heldur?

Gott og vel, hvað um þetta: Reddum okkur. Að minnsta kosti rétt á meðan mesta fannfergið gengur yfir. Sýnum fyrirhyggju, varkárni, tillitssemi og samkennd í umsvifum okkar og samneyti við annað fólk næstu daga. Hættum að ætlast til þess að gröfukarl frá borginni bjargi okkur eftir hentugleika. Söndum planið sjálf, skiljum bílinn eftir heima, kaupum mannbrodda, skjótumst út í búð fyrir gömlu hjónin á efri hæðinni.

Þorri þjóðar sem hefur setið föst í sömu hjólförunum í þrjú ár situr nú í orðsins fyllstu merkingu fastur í sömu hjólförunum í nokkra daga. Það er kaldhæðnislegt en um leið kannski ágæt áminning um að besta leiðin til að takast á við vandann er að byrja að haga sér eins og fólk.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!