Föstudagur 09.03.2012 - 20:14 - FB ummæli ()

Klénn klúbbur

Það má vel bera virðingu fyrir því ef fólk reynir að hlífa gömlum kunningja og samstarfsmanni frá því að hljóta skömm í háttinn, en ég veit ekki hvaða gagn Jóhanna Sigurðardóttir telur sig gera Geir Haarde með því að halda því fram að hann hefði ekkert getað gert árið 2008 til að afstýra bankahruninu.

Hann hefði auðvitað getað gert ýmislegt sem hefði kannski ekki afstýrt hruni allra bankanna, en hefði þó hugsanlega getað bjargað einhverjum þeirra og að minnsta kosti dregið mjög verulega úr áfallinu.

(Svo allrar sanngirni sé nú gætt, þá sagði Jóhanna það ekki sjálf, heldur svaraði því aðeins neitaði þegar fréttamaður spurði hvort Geir hefði getað gert eitthvað. En það kemur nánast í sama stað niður.)

Svo afdráttarlaus orð Jóhönnu gera ekki annað en ýta undir þá tilfinningu sem æ fleiri virðast hafa – að Landsdómur sé helstil klénn klúbbur þegar á hólminn er komið.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!