Mánudagur 12.03.2012 - 07:38 - FB ummæli ()

Opinberið vitnisburðina

Það undarlega uppátæki að sýna ekki beint frá Landsdómi hefur þegar valdið furðu í samfélaginu.

Hugsanlega má skýra það með vangá dómaranna, þeir hafi einfaldlega ekki áttað sig á að slíkur stórviðburður ætti erindi til almennings.

En sé það í alvöru ætlunin að láta ekki skrifa upp vitnisburði og gera þá síðan ekki aðgengilega fyrir almenning, þá er ekki hægt að skýra það með einhverri vangá.

Það virkar satt að segja eins og vísvitandi tilraun til að gera lítið úr því sem þarna er að gerast, kveða niður áhuga almennings, og gera fólki erfitt fyrir að komast að því hvað gerst hefur í samfélaginu.

Þessu þarf að breyta – og það fyrr en síðar.

Reyndar þarf að gera það strax.

Ég að minnsta kosti nenni ekki að horfa upp langvinnt þref um það eftir Landsdómsréttarhöld hvort og þá hvenær vitnisburðirnir verði birtir.

Þeir sem þetta heyrir undir þurfa einfaldlega að ganga í það nú þegar að þeim reglum og/eða hefðum sem þarna kann að vera stuðst við verði breytt.

Vitnisburðina fyrir Landsdómi þarf að gera opinbera og aðgengilega, og það strax.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!