Mánudagur 12.03.2012 - 13:31 - FB ummæli ()

Fréttamenn í hnotskurn?

Hallgrímur Helgason rithöfundur vakti á Facebook áðan athygli á þessu viðtali hér við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eftir að hún hafði borið vitni fyrir Landsdómi.

Þetta er ágætt viðtal, fréttamennirnir spyrja skynsamlegra spurninga og svör Ingibjargar Sólrúnar eru skilmerkileg.

Hallgrímur benti hins vegar á hve ólík hegðun fréttamannanna var þegar Davíð Oddsson hafði gefið sinn vitnisburð.

Þá fékk hann svona dúddí-gúddí viðtal – já, þú gast semsagt ekkert gert, nei, auðvitað ekki, en hvernig finnst þér annars ríkisstjórnin, og þú bara góður annars …?

„Íslenskir fréttamenn í hnotskurn,“ segir Hallgrímur.

Það er eitthvað til í því hjá honum.

Með suma er alltaf farið með silkihönskum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!