Mánudagur 12.03.2012 - 15:34 - FB ummæli ()

„Munt þú krefjast gæsluvarðhalds …?“

Fyrst ég er farinn í dag að halda hér úti hálfgerðri „fréttir af Facebook“, þá er best að halda því áfram um stund.

Gunnar Smári Egilsson svarað nefnilega vangaveltum Hallgríms Helgasonar um að fréttamenn hefðu átt að spyrja Davíð Oddsson hvassar eftir vitnaleiðsluna í Landsdómi, svona:

„Fréttamennirnir hefðu ekki átt að spyrja DO neins eftir vitnaleiðsluna heldur sérstakan saksóknara: Munt þú krefjast gæsluvarðhalds yfir fyrrum Seðlabankastjóra sem segist hafa mokað um 300-400 milljörðum af almannafé í banka, sem hann segist hafa vitað fullvel að voru ónýtir fjárhagslega, glæpsamlega reknir og að augljóst væri að þessir fjármunir almennings myndu aldrei endurheimtast?“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!